Fréttir
30.10.2007 - Hammondhátíð hlýtur styrk
 

Sparisjóðurinn á Höfn, Djúpavogi og Breiðdalsvík úthlutaði sl. föstudag í fyrsta skipti úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra.
Tónlistarfélag Djúpavogs hlaut styrk úr þessum sjóði vegna Hammondhátíðar og tók Sveinn Kristján Ingimarsson við styrknum fyrir hönd félagsins.

Hammondhátíðin var haldin í annað sinn 1.-4. júní sl. og tókst hún sérlega vel. Fjölmargir tónlistarmenn tóku þátt í hátíðinni, allt frá heimamönnum til landsliðs tónlistarmanna.

Hægt er að skoða myndir frá Hammondhátíð með því að smella hér

Hammondvefinn er hægt að nálgast með því að smella hér  

Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu styrkjanna og fyrir þá sem ekki þekkja er Kristján þriðji frá vinstri. Myndin er fengin af horn.is

 



Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:-0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is