Fréttir
07.11.2007 - Hverjar eru dömurnar? - Svar og ný myndagáta
 

Fyrir réttri viku spurðum við um tvær yngismeyjar á mynd sem tekin er úr myndasafni Sigurðar Gíslasonar í Vegamótum. Myndina má sjá hér fyrir ofan. Svörin sem við fengum voru mörg og merkilega keimlík. Af þeim 14 sem svöruðu voru 12 með rétt svar.

Þeir sem sendu svar voru:

Jónína Valdís Ingimundardóttir
Sigrún Björnsdóttir
Birgitta Sigurðardóttir
Kristrún Gunnarsdóttir
Sveinn Þorsteinsson
Gunnar Sigurðsson
Þórunnborg Jónsdóttir
Bj. Hafþór Guðmundsson
Gísli Sigurðarson
Kristín Óladóttir
Sigrún E. Svavarsdóttir
Kristján Karlsson
Kristín Ásbjarnardóttir
Hjörtur Guðmundsson

Satt best að segja héldum við að margir myndu svara því að þetta væru Erla Ingimundardóttir og Birgitta Sigurðardóttir því nokkrir höfðu giskað á það áður en myndin var sett inn á heimasíðuna. Það kom okkur því á óvart hversu margir svöruðu rétt, því aðeins einn hélt að þetta væru Erla og Birgitta. Hinn aðilinn sem svaraði rangt, þrátt fyrir gott "gisk", er Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Hann svaraði svo:

"Ég tel að þetta séu Herdís Þorvaldsdóttir og Tinna Gunnlaugsdóttir, eða Ingrid Bergman og Grace Kelly."

Þetta reyndist eins og áður sagði vera rangt svar en tilraunin sannarlega mjög góð.

Nákvæmasta svarið (sem jafnframt var rétt) kom frá syni annarrar þeirrar er spurt var um. Hann heitir Gísli Sigurðarson og svaraði svo:

"Eftir nákvæma skoðun á myndinni hef ég komist að þeirri niðurstöðu að dömurnar á myndinni séu systur sem oft eru kenndar við hól og mót.

Ég tela að sú stærri á myndinni, sem hefur reyndar ekki stækkað neitt eftir að myndin var tekin, sé Erla á Borgarhól og sú minni sem hefur stækkað eitthvað örlítið eftir myndatökuna sé Guðný í Vegamótum.
Þarna eru þær systur í gönguferð og hafa þær haldið þeim sið alla tíð að ganga mikið þótt þær hafi báðar átt Wolkswagen bjöllu hér á árum áður.

Þess má geta að systir þeirra hún Jónína Valdís (Dilla) fer allra sinna ferða líka fótgangandi.

Kveðjur úr borg óttans,
Gísli Sigurðarson"


Dömurnar á myndinni eru semsagt systurnar Guðný í Vegamótum og Erla á Borgarhól Ingimundardætur. Talið er að myndin sé tekin skömmu fyrir 1960.

Við þökkum þeim sem tóku þátt og biðjum lesendur að skoða nýja myndagátu hér fyrir neðan.

ÓB

 



Að þessu sinni spyrjum við um nafn á konu á mynd sem tekin var árið 1972. Til glöggvunar má geta þess að myndin er tekin í Geysi, sem nú hýsir hreppsskrifstofuna.

 

Svör sendist á djupivogur@djupivogur.is eigi síðar en 13. nóvember

ÓB


Hvað heitir konan á myndinni?


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.05:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:NV
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:26 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.05:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:18 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.05:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:20 m/sek
Vindhviður:32 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 16.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is