Fréttir
13.11.2007 - Nýr bílstjóri
 
Fréttamaður veitti athygli hversu einkennilega "hreppararnir" lögðu bíl sínum fyrir utan Geysi fyrir ekki svo löngu síðan. Á myndum fyrir neðan má sjá að bílnum hafði verið keyrt upp á gangstéttina fyrir utan hreppsstofu. Velti fréttamaður fyrir sér hvort kaffiþorstinn hafi verið orðinn svona mikill hjá hreppurunum eða hvort bremsurnar á hreppsbílnum væru eitthvað að gefa sig. Þegar betur var að gáð, kom í ljós að ástæða fyrir þessu uppátæki var ekki sú sem fréttamaður hafði ímyndað sér heldur var ástæðan nýr bílstjóri þeirra félaga. Þetta var enginn venjulegur bílstjóri og þætti sennilega frekar óvenjulegur svona alla jafna. Nýji bílstjórinn var nefnilega hundur. Undirritaður leitaði á slóðir sveitarstjóra til að spyrja hann að hvernig stæði á því að hreppurum hafi verið leyft að nota hund sem bílstjóra. Sveitarstjóri svaraði því engu en vildi endilega henda fram vísu um "parkeringuna" á bílnum.

Hún var svohljóðandi:

Af bílnum næstum farin felga,
ferð nú lokið "út'í mýri".
Ekki var í hundur Helga,
hundurinn var undir stýri.
BHG
ÓB



Hér má sjá nýjan bílstjóra hreppsmanna og hversu svívirðilega hann lagði


Enda var hann hálf miður sín yfir þessu eins og sjá má



Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.03:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.03:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.03:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is