Fréttir
14.11.2007 - Hver er konan? - Svar og ný myndagáta
 


Við fengum 15 svör við spurningu vikunnar. Spurt var hver konan á myndinni væri. Af þeim 15 sem svöruðu vor 14 með rétt svar.

Þeir sem svöruðu voru:

Gunnar Sigurðsson
Þórunnborg Jónsdóttir
Kristján Karlsson
Jóhanna Antonía Jónsdóttir
Jónína Guðmundsdóttir
Sigrún E. Svavarsdóttir
Kristrún Gunnarsdóttir
Jökull Helgason
Kristín Ásbjarnardóttir
Stefanía Björg Hannesdóttir
Erla Ingimundardóttir
Bríet Pétursdóttir
Magnús Hreinsson
Gunnar Sigvaldason
Svandís G. Bogadóttir

Konan á myndinni heitir Kristrún Óskarsdóttir og rak hún verslunina Kiddýarbúð um tíma í Geysi sem nú hýsir skrifstofu hreppsins. Eigandi myndarinnar, Ásdís Þórðardóttir, talar um að verslunin hafi verið staðsett þar sem nú er gengið inn í anddyri hreppsins. Myndin er tekin árið 1972.

Flest svör sem við fengum voru stutt og laggóð en það var einn sem hafði langan aðdraganda að svari og langan eftirmála af svari. Það er vel og því birtum við svar hans hér:

"Góðan og blessaðann daginn!

Ég var nú ekki lengi að koma þessari dömu fyrir sjónir en varð þó fyrir utanaðkomandi truflun. Þegar ég sat í stofunni heima í Dvergasteini og skoðaði myndina þá sat hann Stjáni frændi við hliðina á mér og hélt því fram að þetta væri Kiddi, en ég var nú ekki lengi að leiðrétta hann og segja honum að þetta væri hún Kiddí ekki Kiddi. Eftir að ég náði að sannfær hann um það mundi ég líka eftir því þegar hún heimsótti mig á fæðingardeildina á Landsspítalanum í september 1985. Var ég þá klæddur í hvítt handklæði að mig minnir eða hvort ég hafi verið búinn að skella mér í kjólinn.
Af myndinni að dæma býst ég við því að hún hafi rekið verslun í Geysi. Vegna mikils og fallegs gljáa bakborðsmegin á höfði hennar sem endurspeglast í hárinu vegna 15W peru sem stendur í við um 46,7° halla frá höfðinu þá myndi ég halda að konan (Kiddí) komi frá Hornafirði. Hún hefur sérlegan áhuga á bollastellum og kryddjurtum sem koma frá syðri hluta Asíu.

Kveðja
Gunnar Sigvaldason"


Við þökkum þeim sem tóku þátt og biðjum alla að kíkja á nýja myndagátu hér fyrir neðan.

 



Að þessu sinni spyrjum við um nöfn á tveimur ungum drengjum. Myndin er tekin rétt fyrir 1970. Þeir sem telja sig vita nafnið á lambinu mega láta það fljóta með.

 

Svör sendist á djupivogur@djupivogur.is eigi síðar en 20. nóvember.

ÓB

Hverjir eru drengirnir á myndinni?

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.10:00:00
Hiti:4,2 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.10:00:00
Hiti:4,9 °C
Vindátt:NV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.10:00:00
Hiti:5,1 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is