Fréttir
28.11.2007 - Hver er maðurinn? - Svar
 

Sennilega var myndagáta síðustu viku ekki eins strembin eins og við héldum. 15 sendu svar og höfðu allir rétt.
Þau voru:

Þórunnborg Jónsdóttir
Guðrún Aradóttir
Kristrún Gunnarsdóttir
Guðný Gréta Eyþórsdóttir
Sigrún Svavarsdóttir
Björg Stefa Sigurðardóttir
Guðný og Siggi í Vegamótum
Hákon Hansson
Sverrir Aðalsteinsson
Kristján Karlsson
Magnús Hreinsson
Svandís G. Bogadóttir
Ragnar Eiðsson
Jón Halldór Gunnarsson
Sveinn Þorsteinsson


Þau voru öll sammála um að þetta væri Jóhann Einarsson, fyrrverandi bóndi á Geithellum, sem er að sjálfsögðu rétt. Myndin er tekin á þorrablóti i gamla Stíganda. Jói býr nú á Hornafirði.

Jón Halldór Gunnarsson skrifaði svo:

"Maðurinn á myndinni mun vera Jóhann Einarsson. Hann var mjög hrifinn af Sinalco á sínum tíma og bankaði jafnvel upp á hótelinu og bað um eina slíka, en kannski var það þáverandi hótelstýra sem hann var að reyna að ná sambandi við sem tókst fyrir rest."

Menn eru nokkuð sammála um að hinir á myndinni séu Ragnar Eiðsson á Bragðavöllum og Karl Sigurgeirsson á Melrakkanesi.

Við þökkum þeim sem tóku þátt en nú ætlum við að hvíla myndagátuna í viku eða tvær.


Jóhann Einarsson á Geithellum


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.04:00:00
Hiti:-1,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.04:00:00
Hiti:-0,9 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.04:00:00
Hiti:-1,3 °C
Vindátt:NV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is