Fréttir
05.12.2007 - Samstarf slökkviliða og leikskóla um eldvarnir og fræðslu
 
Í gær var undirritað samkomulag um eldvarnir og fræðslu í leikskólanum. Það var leikskólastjóri, Þórdís Sigurðardóttir og slökkvistjóri Brunavarna á Austurlandi, Baldur Pálssson sem undirrituðu samkomulagið en með honum í för var Björn Heiðar Sigurbjörnsson aðstoðarslökkvistjóri. Eftir undirritun afhentu þeir leikskólanum möppuna Eldvarnir sem innheldur ýmis gögn um verkefnið og eigið eldvarnareftirlit (sjá myndir fyrir neðan).

Samkomulagið felur í sér að leikskólinn og slökkviliðið vinni saman að því að auka öryggi barna og starfsmanna leikskólans með öflugu eldvarnareftirliti og fræðslu. Verkefnið er ætlað elstu nemendum leikskólans og fengum við afhent tvö vesti sem merkt eru aðstoðarmaður slökkviliðsins. Elstu nemendurnir ásamt kennurum Bjarkatúns mun því sjá um að yfirfara brunakerfi og fleira.

Hlutverk slökkviliðsins í samkomulaginu er eftirfarandi:
  • Slökkviliðið heimsækir leikskólann tvisvar sinnum á ári hverju, í fyrri heimsókninni er annars vegar farið yfir ástand eldvarna með leikskólastjóra og hins vegar rætt við elstu börnin um eldvarnir. Í þessari heimsókn fær leikskólinn afhent möppuna um eldvarnir, veggspjald sem sýnir þau atriði sem aðgæta þarf mánaðarlega. Á því er gert ráð fyrir að merkt verði við þegar mánaðarlegt eftirlit hefur farið fram og hvenær rýmingaræfin var haldin. Nýtt veggspjald verður afhent árlega. Viðurkenningarskjöl fyrir öll börnin í elsta árgangi leikskólans hverju sinni.
  • Í seinni heimsókninni hitta slökkviliðsmenn elsta árganginn á leikskólanum, ræða við börnin um eldvarnir, segja þeim frá starfi slökkviliðsmanna og sýna þeim ýmsan búnað. Þá afhendir slökkviliðið elstu nemendunum möppu sem hvert barn fær en í henni eru verkefni fyrir börnin og skilaboð til foreldra. Gert er ráð fyrir að börnin vinni verkefnin í leikskólanum en taki svo möppuna með sér heim með viðurkenningarskjalinu í.
Hlutverk leikskólans í samkomulaginu er eftirfarandi:
  • Tekur á móti fulltrúum slökkviliðsins og gefur sér nauðsynlegan tíma í þessar heimsóknir og verkefni sem tengjast þeim.
  • Leikskólinn sjái til þess að eldvarnir séu ævinlega í lagi. Það gerir hann með því að framkvæma mánaðarlegt eftirlit samkvæmt gátlista í möppunni. Leikskólinn gerir rýmingaráætlun og æfir rýmingu árlega samkvæmt leiðbeiningum. Gert er ráð fyrir að elstu börnin taki þátt í mánaðarlegu eftirliti ásamt starfsfólki. Æskilegt er að starfsfólk gangi áður úr skugga um að umrædd atriði séu í lagi. Þau fara síðan og aðgæta öll sex atriðin sem nefnd eru í gátlista og merkja jafnóðum við í gátlistann. Starfsmenn útskýri fyrir börnunum mikilvægi þess að umrædd atriði séu í lagi. Loks er merkt við í viðeigandi reit á veggspjaldinu til að staðfest sé að eftirlit hafi farið fram í viðkomandi mánuði. Veggspjaldið hangir uppi á áberandi stað á deildinni.
  • Þegar slökkviliðsmenn heimsækja leikskólann öðru sinni sýnir leikskólinn fram á að mánaðarlegt eftirlit hafi farið fram og rýming hafi verið æfð á undangengnu ári, eða frá síðustu heimsókn.
  • Þeir skilja eftir verkefnamöppu sem leikskólinn sér um að börnin skilji og leysi verkefnin í möppunni.











Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:0,4 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:S
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is