Fréttir
07.12.2007 - Föstudagsgátan - Svar og ný gáta
 

Svar Guðmundar í Sæbakka við vísu Björns Gunnlaugssonar í Berufirði virðist hafa komið einhverjum á sporið, allavega hafa þrír sent inn svar. Vísa Björns var svona (svörin fyrir aftan):

Gekk að heiman greiðan veg, (heimreið)
gerir menn úr sveinum. (
fyrsta reið)
Er í skapi agaleg, (reið
(örg))
oftast nær á teinum. (
eimreið)

Lausnarorðið er reið.

Svar Guðmundar við vísunni var svona:

Sá úr garði gekk um tröð
er gálu sarð með tólum,
lúðann barði í lund' ei glöð,
leikur á skarðahjólum.


Þeir þrír sem sendu inn svar voru:

Jónas Karlsson
Egill Egilsson
Jónína Guðundsdóttir

Þau voru öll með rétt svar.

Við þökkum þeim sem tóku þátt.



Næst setjum við inn mjög merkilega gátu. Hún er "nebbnilega" draumgáta. Nánar tiltekið er um að ræða vísu sem Guðmundi í Sæbakka dreymdi að maður sem hann þekkti færi með fyrir hann. Fram kom hjá sendiboðanum að vísan væri raunar eftir Guðmund, allavega mundi Guðmundur vísuna þegar hann vaknaði af þokkalega værum blundi og skrifaði hana niður. Lausnin er alls ekki erfið en um er að ræða, eins og oft áður, stutt nafnorð í mismunandi merkingum en þó er yfirmerking orðsins í öllum tilfellum eins. Gátan er svona:

Leka byttu lítill fyllir,
lítill súð og korni spillir.
Fram af nefi lítill lekur,
lítinn upp við sólris tekur.

Svör skal senda á djupivogur@djupivogur.is eigi síðar en fimmtudaginn 13. desember

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:N
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:26 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is