Fréttir
21.12.2007 - Jólatónleikar Tónskólans
 
Þann 15. desember voru haldnir jólatónleikar Tónskóla Djúpavogs, í Djúpavogskirkju.  Að venju var fjölbreytt og skemmtileg dagskrá, þar sem undirrituð mætti sem móðir eins barnsins.  Myndavélin var að sjálfsögðu með í för og áður en ég vissi af var ég farin að smella af í gríð og erg, myndum af öllum börnunum.  Eins og gæði myndanna bera með sér þá var ég aðeins með venjulega heimilismyndavél en þó eru þær flestar ágætar.  Ekki ætlaði ég mér að setja þessar myndir á heimasíðuna en þegar ég fór að skoða þær í morgun þá fannst mér þær minna mig svo á þessa frábæru jólatónleika að ég ákvað að misnota aðstöðu mína og leyfa ykkur hinum að njóta þeirra.  Þið ykkar sem voruð svo heppin að vera á tónleikunum getið endurupplifað stemninguna sem var einstök!!  Hinir sem voru heima að taka til eða í jólastressi í einhverri búð verða bara að njóta myndanna sem finna má hér.  HDH

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:4,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:5,0 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:5,5 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is