Fréttir
03.01.2008 - Landspilda við Hamarsfjörð
 
Ath. vegna tæknilegra orsaka vantaði aftan á textann þegar þessi frétt var sett inn í gær. Úr því hefur verið bætt og er nú allur textinn hér fyrir neðan. Bið biðjumst velvirðingar ef þetta hefur valdið einhverjum óþægindum.

LANDSPILDA VIÐ HAMARSFJÖRÐ


Sveitarstjórn Djúpavogshrepps ákvað á fundi sínum 19. des. 2007 að auglýsa til sölu svæði í eigu sveitarfélagsins við Hamarsfjörð.

Svæðið er aðeins til sölu vegna uppbyggingar á starfsemi sem fellur að því skipulagi sem Djúpavogshreppur vinnur nú að, enda hafi hún í för með sér jákvæð og atvinnuskapandi áhrif á samfélagið. Sala getur ekki átt sér stað nema með undirritun sérstaks samnings milli aðila um hvernig skilgreind starfsemi verði byggð upp.

Þeir, sem kunna að vilja senda inn tilboð í hið auglýsta svæði, þurfa því, auk tilboðsfjár-hæðar, að sýna fram á með hvaða hætti þeir myndu vilja standa að áformum um atvinnuuppbyggingu þar, t.d. á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.

Sveitarstjórnin áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að teknu tilliti til fram settra áforma tilboðsgjafa. Einnig er áskilinn réttur til að hafna öllum tilboðum og gildir um báða fyrirvarana, að ekki þarf sérstaklega að rökstyðja ákvörðunina gagnvart tilboðsgjöfum umfram það sem fram kemur í auglýsingu þessari.

Tilboð skulu send á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 – Djúpivogur fyrir kl. 13:00, mánudaginn 3. marz 2008, en þá verða þau opnuð að viðstöddum tilboðsgjöfum.

Nánari upplýsingar veitir oddviti, Andrés Skúlason, s. 899-5899 á skrifstofutíma.

Sveitarstjóri




Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.22:00:00
Hiti:-1,1 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.22:00:00
Hiti:-0,8 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.22:00:00
Hiti:-0,7 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is