Fréttir
16.01.2008 - Vefmyndavélin er vinsæl
 

Nýja vefmyndavélin okkar hefur svo sannarlega vakið athygli. Við höfum bæði fengið tilkynningar frá Austurlöndum fjær og Danaveldi að mönnum hlýni um hjartaræturnar að sjá mannlífið, húsin og umhverfið við Voginn með því að setjast fyrir framan tölvuskjá, fara inn á heimasíðu okkar og “opna” vefmyndavélina.

Reyndar hefur okkur verið bent á að beina þurfi linsunni örlítið hærra til að Búlandstindurinn sjáist í öllu sínu veldi.

Vélinni er ekki ætlað að gera mönnum kleift að leggjast í persónunjósnir en vissulega geta verið spaugilegar athugasemdir eins og sú, sem sveitarstjórinn fékk í morgun frá Bangkok í Tælandi. Hann er reyndar oftast á ferðinni á gömlum og virðulegum bifreiðum, t.d. “Mazda” (áður fyrr) og rauðri “Toyota Corolla” (nú um stundir).

Það virðist hafa vakið undrun gesta og gangandi í Tælandi að hann skyldi velja algengari og ómerkilegri fararskjóta í morgun, þegar hann kom til vinnu í þeim óvenjumikla snjó sem kyngt hefur niður hér á svæðinu.

Skilaboðin sem hann fékk voru svohljóðandi: “Ég sé að þú komst á jeppanum í vinnuna…”

Segi menn svo að heimurinn sé ekki orðinn lítill.

 

 


Hér má sjá hinn ómerkilega fararskjóta sveitarstjórans, lengst til hægri við hreppsskrifstofuna

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.04:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.04:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.04:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:V
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is