Fréttir
21.01.2008 - Frábær árangur !!!
 

Eins og fram hefur komið á heimasíðu grunnskólans taka nemendur 8. - 10. bekkjar þátt í verkefni í vetur sem nefnist: Heimabyggðin mín. Verkefnið felst í því að nemendur líti dálítið í eigin barm og komist að því á hvaða hátt þeir geti lagt sitt af mörkum til að gera heimabyggðina sína að betri stað til að búa á. Verkefnið skiptist í tvo hluta, einstaklingsverkefni í formi ritgerðar og síðan hópverkefni þar sem afurðin getur verið í hvaða formi sem er.
Nemendurnir skrifuðu ritgerð fyrir jól og voru þrjár bestu sendar til Reykjavíkur þar sem sérstök dómnefnd fór yfir þær. Skemmst er frá því að segja að Aron Daði, nemandi í 10. bekk vann fyrstu verðlaun sem eru í formi bókaverðlauna. Hér má sjá útdrátt úr dómi dómnefndar:

Í dómnefndaráliti segir: Það var vandasamt verk sem beið dómnefndarinnar því óvenjumargar ritgerðanna voru mjög vel unnar, bæði hvað varðar innihald og frágang. Niðurstaða dómnefndarinnar varð á endanum að fyrstu verðlaun hlyti Aron Daði í 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs fyrir ritgerð sína sem ber titilinn Nýr og betri Djúpivogur.Í ritgerðinni tekst Aron Daða að koma frá sér á skýran, lifandi og persónulegan hátt sérlega áhugaverðum hugmyndum. Lokaorð ritgerðarinnar hljóta að vekja alla til umhugsunar og til að líta í eigin barm: “Ef þú ert ekki partur af lausninni þá ertu partur af vandamálinu.”

Ákveðið hefur verið að verðlaunaafhending fyrir fyrri hluta samstarfsverkefnisins, Heimabyggðin min, ritgerðarhlutann, fari fram
í Norræna húsinu kl. 16:00, mánudaginn 11. febrúar 2008
Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ætlar að afhenda verðlaunin með aðstoð Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur, fv. alheimsfegurðardrottningar og verndara verkefnisins, Heimabyggðin mín.

Aron Daði fær innilegar hamingjuóskir frá öllum í grunnskólanum.
HDH


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:V
Vindhraði:13 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is