Fréttir
25.01.2008 - Ferðaleiðir á Austurlandi
 

Vakin er sérstök athygli á námskeiðinu “Ferðaleiðir á Austurlandi” sem hadið verður á Austurlandi í vor. Námskeiðið getur m.a. nýst námsfólki, kennurum og öðrum þei sem gætu hugsað sér að starfa við leiðsögn á sumrin. Námskeiðið býður ekki síst upp á góða atvinnumöguleika gangi áætlanir um fjölgun skemmtiferðaskipa eftir á Austurlandi.

Ferðaleiðir á Austurlandi
Námskeið fyrir þá sem taka að sér að aðstoð við leiðsögn í stuttum ferðum um Austurland t.d. leiðsögn fyrir farþega skemmtiferðaskipa. Tekið skal fram að námskeiðið veitir ekki starfsleyfi sem leiðsögumaður en mætti meta inní slíkt nám eða í verklega hluta náms í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. Fyrihugað er að námskeiðið verði í tveimur námslotum.

  • Fyrri námslota 13. og 14. mars að Vonarlandi á Egilsstöðum:

Leiðsögutækni, ferðamál, skyndihjálp, framkoma og þjónusta, saga, menning og staðhættir á ferðamannastöðum á Austurlandi.

  • Seinni námslota fer fram á Seyðisfirði og Djúpavogi/Höfn 30., 31. maí og 1. júní:
Leiðsögn um valdar ferðaleiðir á Austurlandi, þjálfun í að vinna ferðastiklur og leiðsegja á þeim tungumálum sem þátttakendur hafa á valdi sínu.

 

Nánari upplýsingar um þetta námskeið og önnur námskeið sem haldin verða á Djúpavogi má finna á vef Þekkingarnets Austurlands www.tna.is .


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:-0,5 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is