Fréttir
31.01.2008 - Sundlaugaúttekt Dr. Gunna
 

Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni eins og hann er kallaður, heldur úti einni skemmtilegustu bloggsíðu landsins. Lesandi djúpivogur.is benti okkur á að á heimasíðu Doktorsins væri að finna upptalningu og stigagjöf á þær sundlaugar sem hann hefur skellt sér í hringinn í kringum landið og að ein þeirra væri einmitt sundlaugin okkar hér á Djúpavogi. Undirritaður kynnti sér málið og las yfir listann sem einnig inniheldur úttekt yfir þau fjöll sem Dr. Gunni hefur gengið á. Lesningin er, eins og svo margt inni á síðunni, hin skemmtilegasta og ljóst að síðuhaldari hefur marga fjöruna sopið í sundlauga- og fjallamálum. Hann var þó ekkert yfir sig hrifinn af sundlauginni hér á Djúpavogi en hún fékk þó ágætis einkunn eða einkunnina "La La".

Þegar undirritaður hafði samband við Dr. Gunna til að biðja hann um leyfi til þess að nota umfjöllunina á heimasíðu Djúpavogshrepps tók hann vel í hugmyndina en vildi þó benda á þetta væri nú ekki vísindaleg úttekt, heldur meira til "gamans gert". Hann vonar jafnframt að bæjarbúum verði ekki stórkostlega misboðið að sundlaugin fái bara 2 af 4.

Dr. Gunni gefur sundlaugum einkunn í X-um, allt frá fjórum og niður í núll:
XXXX = Snilld
XXX = Fínt
XX = La la
X = Drasl
0 = Viðurstyggilegur viðbjóður
(undirritaður gat þó ekki séð að nokkur laug hafi fengið þá einkunn)

Þessar einkunnir gaf Dr. Gunni sundlaugum á Austurlandi:

Djúpavogslaug XX
Þokkaleg innilaug með einum asnalegum potti/laug úti. La la.

Eskifjarðarlaug XXX
Aka Eiturlaugin. Metnaðafull laug með fínum pottum og þrem rennibrautum. Heitt vatn virðist af skornum skammti á Austfjörðum og því eru sturturnar alltaf kraftlausar þarna. Topp skítur að öðru leiti og óþarfi að mæta með gasgrímu.

Reyðarfjarðarlaug XX
Bráðum mun örugglega rísa hér glæsileg állaug en eins og er er boðið upp á öreigalega innilaug sem mér sýnist vera hægt að breiða yfir og breita í íþróttasal með lítilli fyrirhöfn. Heitur pottur einmanalegur. Minnti mig á gömlu Kópavogslaugina og hækkar því upp í 2 stjörnur.

Egilsstaðarlaug XX
Lélegar sturtur en ókei laug alveg.


Þessar laugar fengu fullt hús:

Hveragerði XXXX
Dúndur sundlaug! Næstum því nógu góð ástæða til að flytja til Hveragerðis!

Seljavallarlaug XXXX
Falin ævintýralaug undir hömrum. Skítt með það að hér sé ekki sturta. Upplifun.

Krossnes XXXX
Ævintýralaug á hjara veraldar (Ströndum). Magnað útsýni, mögnuð laug.

Grettislaug, 15 km frá Sauðárkróki XXXX
Stórfenglegur pottur á hjara veraldar. Sirka 2x stærri en stór heitur pottur í sumarbústað. Glæsilegt umhverfi og góðir víbrar.

Seltjarnarnes XXXX
Topplaug! Ódýrari en aðrar laugar og í alla staði pottþétt.

Árbær XXXX
Topplaug! Eðal aðstaða til stríplunar úti og pottar góðir. Mætti samt minnka bubblið.

Listann í heild sinni má sjá á þessari vefslóð: http://www.this.is/drgunni/sund.html

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:0,4 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:V
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is