Fréttir
08.02.2008 - Súsúkífélagið á Djúpavogi
 

Það var að morgni þriðjudagsins 6. febrúar sem undirritaður varð var við sérkennilega samkomu í brekkunni við grunnskólann. Einskær forvitni rak hann af stað til að athuga málið betur og til allrar hamingju hafði hann myndavélina með. Það kom á daginn að þarna var samankomin stjórn Súsúkífélagsins á Djúpavogi. Stjórnina skipa Kristján Guðmundsson, sem ekur um á Súsúkí Vítara og Pálmi Fannar Smárason en hann ekur um á Súsúkí Sædkikk. Tilefni fundarins var nýr meðlimur í félaginu en sá hafði fest kaup á forláta Súsúkí Vítara bifreið, árgerð 1988, áður í eigu Þóris Stefánssonar hótelstjóra. Sumir telja að kaupverðið hafi verið langt yfir markaðsverði, en flestir eru þó sammála um að kr. 1.780.000.- sé sanngjarnt verð, en það er einmitt upphæðin sem hinn stolti kaupandi, Óðinn Sævar Gunnlaugsson, borgaði fyrir gripinn.

Bíllinn er hlaðinn aukabúnaði, s.s. öskubökkum afturí, skíðabogum, hanskahólfi og varadekki. Bíllinn hafði staðið óhreyfður í nokkurn tíma og þurfti þar af leiðandi smá hjálp til að komast af stað, en þá hjálp veitti Pálmi Fannar af sinni alkunnu góðmennsku. Kristján formaður lánaði Óðni síðan forláta pumpu til að pumpa í hægra afturdekkið sem, að sökum hitabreytinga í veðurfari í vetur, var orðið loftvana.

Þegar því var lokið var Súsúkíeigendunum þremur ekkert að vanbúnaði að þeysa af stað og sína undirrituðum (og öðrum sem á vegi þeirra urðu) þá einstöku tækni og þann óaðfinnanlega kraft sem Súsúkíbílar ráða yfir.

Eftir sýninguna varð undirrituðum það ljóst að það eru engar ýkjur í slagorði Súsúkíbíla hf.:

"Það er sama hvernig viðrar - það er alltaf Súsúkíveður"

ÓB

Myndir af fundinum má sjá hér


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.17:00:00
Hiti:1,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:17 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.17:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.17:00:00
Hiti:2,4 °C
Vindátt:V
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is