Fréttir
13.02.2008 - Aron Daði sannarlega partur af lausninni
 

Eins og þegar hefur komið fram hlaut Aron Daði Þórisson verðlaun í ritgerðarsamkeppninni Heimabyggðin mín.
Verðlaunafhendingin fór fram í Norræna húsinu sl. mánudag og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri. M.a. flutti Aron Daði ávarp fyrir menntamálaráðherra, afa sinn og aðra viðstadda. Auk þess talaði skólastjóri Grunnskóla Djúpavogs við sama tækifæri og fullyrða má að framganga beggja hafi verið byggðarlaginu til sóma. Ritgerð Arons Daða mun m.a. birtast í Austurglugganum en líklega var blaðamaður hans einn af fáum fulltrúum fjölmiðla á staðnum, enda engin gúrkutíð um þessar mundir. Við munum birta ritgerð Arons Daða síðar á heimasíðunni en teljum rétt að gera það ekki fyrr en Austurglugginn hefur borizt lesendum. Undirritaður veit að hann talar fyrir munn margra þegar hann lýsir því yfir að hann er stoltur af hugverki Arons Daða og því ágæta starfi sem fram fer í Grunnskóla Djúpavogs og öllum menntastofnunum sveitarfélagsins. Ég geri orð Arons Daða að mínum og lít þá m.a. til þeirra verkefna sem núna eru helzt uppi á borði mínu og tengjast viðleitni að fjölga opinberum störfum í byggðarlaginu og því verkefni sem mér ber að sinna, oft á veikburða hátt, í baráttunni við "kerfið". Aron Daði orðar þetta svo snilldarlega;

Ef þú ert ekki partur af lausninni, þá ertu partur af vandamálinu.

Með það í huga, að á kynningarfundi á Hótel Framtíð 12. febrúar var góð mæting og samhentur hópur, þá hvet ég okkur öll til að sameinast um að verða partur af lausninni.

Myndir af verðlaunaafhendingunni má sjá hér

Texti: BHG
Myndir: ÞS


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.10:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:Logn
Vindhraði:0 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.10:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.10:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is