Fréttir
21.02.2008 - Norðurljósablús 2008
 
Þrjú erlend og átta íslensk blúsbönd koma fram á Blúshátíðinnni Norðurljósablús 2008 verður haldin í þriðja sinn á Höfn í Hornafirði dagana 29. febrúar til 2. mars næstkomandi. Að þessu sinni var ákveðið að gefa ungu íslenski blústónlistarfólki tækifæri til að koma fram og jafnframt að kynna tónlistarmenn frá Norðurlöndunum fyrir landsmönnum.

Þrjár sveitir að utan í ár. Øernes blues band frá Danmörku, Street Cowboys frá Smálöndunum í Svíþjóð og síðast en ekki síst Emil & the Ecstatics frá Svíþjóð. Þeir síðastnefndu voru aðal gestir Norðurljósablúss 2006 og gerðu gríðarlega lukku. Þá ættu Hornfirðingar að kannast við svipinn á trommuleikaranum í sænsku sveitinni Street Cowboys því það er enginn annar en Ólafur Karl Karsson frá Móhóli.

Íslensku sveitirnar eru Grasrætur frá Hafnarfirði, Johnny and the rest frá Reykjavík, Pitchfork Rebellion frá Reykjavík, Blúsbrot frá Stöðvarfirði og Vax frá Egilsstöðum.

Tvö hornfirsk bönd leika á hátíðinni, Mæðusveitin Sigurbjörn og Hulda Rós og rökkurtríóið frá Hornafirði. Að sjálfsögðu verður blúsdjamm þar sem allir geta fengið að taka grípa í hljóðfæri eða syngja og oft hefur myndast einstök djamm stemmning á Norðurljósablús.

Hornfirska skemmtifélagið hefur veg og vanda að Norðurljósablús í samstarfi við veitingamenn og ferðaþjónustufólk á Hornafirði. Félagið fékk Menningarverðlaun Hornafjarðar á síðasta ári og hefur notið styrkja frá Menningarráði Austurlands. Önnur verkefni Skemmtifélagsins eru að standa fyrir tónlistardagskrá á haustmánuðum ár hvert og þar eru það hornfirskir skemmtikraftar sem stíga á stokk.


- Tekið af vef Hornfiska skemmtifélagsins, www.skemmtifelag.is

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.19:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:A
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.19:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.19:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is