Fréttir
25.02.2008 - Búlandstindur - Ljósmyndasamkeppni
 
Fyrir röð mistaka og klúður sem ekki verður rakið hér, en stafar m.a. af tæknilegum ástæðum, var aldrei lokið við að tilkynna formlega um úrslit í keppninni. Dómnefnd skipuðu þau Steinunn Björg Helgadóttir, Albert Jensson og Kirsten Ruhl. Um leið, og dómnefnd eru þökkuð störf hennar, tilkynnist hér með að hún úrskurðaði að í fyrsta sæti er mynd tekin af Elísabetu Guðmundsdóttur þegar „tindurinn eini“ skartar sínu fegursta í guðdómlegri birtu. Ein mynd er í öðru sæti og síðan var dómnefnd sammála um að úrskurða tvær myndir í 3.-4. sæti. Auk þess var ákveðið að veita ein verðlaun fyrir frumlegustu myndina og þrátt fyrir að myndgæðin séu ekki alveg sem best verður á kosið er hugmyndin að baki myndinni og nafngiftin með slíkum eindæmum, og tengingin við Stefán heitinn Jónsson, rithöfund, og frásögn hans af ferð hans og föður hans á Búlandstind á sínum tíma, að ekki verður hjá því komist að fullyrða að myndin og nafngiftin er eitt af því sem að uppúr stendur í þessari keppni. Af þessum sökum birtum við hér undir þessar fimm myndir og skráum nöfn höfunda undir þær. Öllum þátttakendum er hér með þakkað fyrir áhugann sem þeir sýndu þessari keppni en úrval af myndum sem sendar voru inn birtum við einnig með þessari frétt. Djúpavogshreppur áskildi sér rétt til þess að nota innsendar myndir á sínum vegum og mjög líklegt er að það verði gert á einhvern hátt.

Til þess að skoða úrval af öðrum myndum sem í keppnina voru sendar skal smella hér .

Minnt er á að nú stendur yfir önnur ljósmyndasamkeppni, einnig tengd byggðarlaginu og er þema hennar „Djúpivogur“, en í reglum hennar kemur fram að myndefnið verður að vera úr sveitarfélaginu. Meira um það hér .

BHG / ÓB (ekki bensín)
 
1. sæti - Krafturinn frá tindinum
Innsendandi: Elísabet Guðmundsdóttir
 
2. sæti - Myndi sóma sér sem málverk hvar sem er
Innsendandi: Guðrún Aradóttir
 

3.-4. sæti - Ævintýraljómi
Innsendandi: Helgi Týr Tumason
 

3.-4. sæti - Sveitarómantíkin blómstrar
Innsendandi: Þóra Sólveig Jónsdóttir
 

Frumlegasta myndin - Að breyta fjalli
Innsendendur: Jónína Guðmundsdóttir og Hugrún Malmquist Jónsdóttir


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.02:00:00
Hiti:-1,4 °C
Vindátt:NA
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.02:00:00
Hiti:-1,8 °C
Vindátt:V
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.02:00:00
Hiti:-1,6 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is