Fréttir
10.04.2007 - Jeppaferð á Hofsjökul
 

Páskaferð á Hofsjökul

Annan í páskum rétt um hádegisbil lögðu þrír jeppar af stað frá Djúpavogi í fjallaferð, bílakostur, Toyota Hilux á 38" dekkjum.  Ákveðið var að setja stefnuna á að komast á topp Hofsjökuls.  Þeir ferðalangar sem lögðu upp í þessa ferð voru Stjáni, Hafþór, Guðmundur Hjálmar, Andrés, Magnús K, Billi og Arnór.  Byrjað var að keyra upp á Öxi þar sem hleypt var lítillega úr dekkjum áður en lagt var í snjóinn.  Færðin var góð, snjórinn passlegur og veðrið eins og best var á kosið í byrjun ferðar.  Fyrsti áningastaðurinn var "Höllin" sem er smá kofi inn af Hamarsdal (Hamarsdalsdrög) þar var kvittað í gestabók og síðan haldið áfram.  Því næst keyrt fram hjá Þrándarjökli sem glampaði glæsilegur í sólinni, þá var og útsýni mikið til norðurs og mátti þar m.a. sjá Snæfellið skarta sínu fegursta.  Færðin versnaði aðeins þegar innar dró á fjallgarðinn, snjórinn varð aðeins dýpri og þurfti því aðeins að rugga bílunum fram og til baka en alltaf færðumst við nær takmarkinu, þ.e.  toppi Hofsjökuls. Hleypt var meira úr dekkjum til að ná meira floti og gafst það vel.  Stjáni ratvísi leiddi hópinn eins og herforingi á gamla rauð.  Gummi var á blámann sínum og þeir Arnór og Billi á björgunarsveitarbílnum, en þeir skiptust á að keyra.  Frá Þrándarjökli eru c.a 7 km að Hofsjökli og tók það smá tíma að hjakka inn hæðirnar og inn að Víðidalsdrögum en þar var keyrt niður og svo var stefnan tekin beint upp á jökulinn.  Í fyrstu leit ekki of vel út að við finndum leið á toppinn en sá ratvísi með sveitarstjórann við hlið sér  klóraði sig áfram á gamla rauð í skriðgírnum og upp fyrstu hindrunina fór hann og svo við hinir í kjölfarið. Síðan var stígið aðeins í pinnann, en síðasti áfanginn á jökulinn var í skemmtilegri færð,  púðursnjó sem þyrlaðist kringum bílana.  Gummi setti nú blámann í fluggírinn og fyrr en varði stóð bíllinn á toppi Hofsjökuls, takmarkinu var náð og allir bílarnir komust á toppinn. En þegar átti að rífa upp myndavélarnar til að mynda hið frábæra útsýni sem er vafalaust af jöklinum, rann þokan yfir eins og teppi, það varð því ekkert um myndatökur að þessu sinni. En svo vel vildi til að Gummi hafði komið þarna fyrir nokkrum dögum og hann lýsti  útsýninu svo vel fyrir mér að ég varð bara fullkomlega sáttur.  Eftir nokkra brandara og vangaveltur um framhald ferðarinnar var ákveðið að við svo mætti ekki búa og því var haldið niður af jöklinum og þá sannaði plotterinn sig vel því án hans hefðum við tæplega ratað niður úr þokunni. En allt fór að óskum enda vanir bílstjórar þarna á ferð og klárir að redda sér við svona aðstæður.  Haldið var svo sem leið lá til baka sama slóðann og gekk allt að óskum alveg út á Öxi. Góð ferð var á enda og mun væntanlega ekki líða á löngu þangað til ljósmyndarinn undirritaður verður komin aftur inn á fjöll til að fanga vetrarríkið og útsýnið.  Andrés Skúlason   

Skoðið myndir hér að neðan frá ferðinni.

 

 

 

 

Hleypt úr dekkjum

 

13

 

5

 

4

 3

 

7

8

9

10

11

12

15

18

19

20

21

22

23

24

25

26

28

30

31

35

33

43

24

26

27

29

30

 

 

 

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:V
Vindhraði:13 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is