Fréttir
28.02.2008 - Stóra upplestrarkeppnin
 
Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Djúpavogskirkju í dag.  Að venju voru það nemendur 7. bekkjar sem tóku þátt og voru að keppa um tvö sæti í lokakeppninni sem fram fer á Höfn í Hornafirði þann 11. mars næstkomandi.  Mál manna var að sjaldan eða aldrei hefði keppnin verið jafn spennandi og lentu prófdómararnir í miklum hremmingum.  Formaður dómnefndar náði að teygja lopann alveg ótrúlrega lengi, þegar kom að því að tilkynna úrslitin og var greinilegt að honum var það þvert um geð að þurfa að tilkynna tvo sigurvegara, því um leið var hann að tilkynna um þá tvo sem ekki kæmust áfram.  Hann hafði það þó af, að lokum og voru það Gabríel Örn og Margrét Vilborg sem fá það hlutverk að vera fulltrúar skólans á Hornafirði. 
Börnin stóðu sig öll með mikilli prýði og hafði Berglind, þjálfari þeirra, orð á því að þau hefðu öll tekið gífurlegum framförum frá því að æfingar hófust í nóvember.  Hún kom einmitt að því í ræðunni sinni í dag að lykillinn að svo góðum árangri væri fyrst og fremst miklar og góðar æfingar. 
Í hléinu sá Svavar Sigurðsson um tónlistaratriði, ásamt nokkrum nemendum úr Tónskólanum og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir.
Myndir frá keppninni má finna hér.  HDH

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.01:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.01:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.01:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is