Fréttir
06.03.2008 - Spurningakeppni Neista - Austverk í undanúrslit
 

Þá er þriðja útsláttarkvöldi spurningakeppni Neista lokið og óhætt að segja að það hafi verið það mesta spennandi hingað til. Grunnskólinn nemendur A, Festi, Austverk og Við voginn áttust við. Í fyrstu umferð gerði lið nemenda Grunnskólans sér lítið fyrir og sló Við Voginn út og í þeirri annarri vann Austverk lið Festi. Í þriðju umferð mættust síðan Grunnskólinn og Austverk.

Lið Grunnskólans leiddi eftir hraða- og bjölluspurningar 12-9. Þá gerði Austverk sér lítið fyrir og krækti í fimm stig af sex mögulegum úr vísbendingaspurningum og tók forystuna 14-12. Svo bættu þeir við og komust í 16-12 og einungis 4 stig eftir í pottinum úr tveimur 2ja stiga spurningum. Lið nemenda sýndi styrk sinn og svaraði þeim báðum og jafnaði 16-16 svo grípa þurfti til bráðabana. Hann fór þannig fram að fyrst voru lagðar fyrir tvær bjölluspurningar. Hvort lið svaraði einni svo bæta þurfti við tveimur í viðbót. Þá sýndu Austverksmenn hæfni sína í að vinna með rómverskar tölur og gerði það útslagið, lokatölur 19-17 fyrir Austverki.

Spyrillinn kvað mikla eftirsjá af liði nemendanna og taldi að með framgöngu sinni hefðu þeir sýnt fram á að þeir ættu heima í keppni eins og Gettu betur og kvaðst ekki hissa þótt eitthvert þeirra ætti eftir að vinna sér orðstír á þeim vettvangi.

Myndir úr keppni er hægt að sjá með því að smella hér .

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.06:00:00
Hiti:1,6 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:23 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.06:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.06:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:V
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is