Fréttir
12.03.2008 - Enn eigum við sigurvegara!!!
 

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Hafnarkirkju á Hornafirði í gær.  Við lögðum land undir fót í gær, keppendurnir tveir, Gabríel og Magga, mæður þeirra, klapplið 6. og 7. bekkjar, Berglind þjálfari og undirrituð.  Haukur fór með okkur á rútunni og var mikið fjör á leiðinni.  Þegar við komum á Höfn skutluðum við Berglind, Möggu og Gabríel á æfingu en við hin fórum í verslunarleiðangur.  Rétt fyrir fjögur fórum við aftur upp í kirkju þar sem hátíðin átti að byrja klukkan fjögur. 
Skemmst er frá því að segja að Gabríel og Magga stóðu sig frábærlega vel!!  Alls voru 11 þátttakendur í keppninni, 9 frá Grunnskóla Hornafjarðar og 2 frá Grunnskóla Djúpavogs.  Gabríel gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina eftir hnífjafna keppni við unga snót frá Hornafirði.  Hornfirðingar fengu síðan 2. og 3. sætið.  Magga var aðeins örfáum atkvæðum frá því að hreppa þriðju verðlaunin.
Við óskum þeim hjartanlega til hamingju og þökkum Berglind sérstaklega fyrir frábæran árangur með nemendur sína í þessari keppni, mömmunum tveimur fyrir að gefa sér tíma til að koma með og síðast en ekki síst frábæru klappliði 6. og 7. bekkjar.  Myndir má finna hér.  HDH


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:V
Vindhraði:13 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is