Fréttir
30.12.2008 - Síðustu forvöð að senda myndir í ljósmyndasamkeppnina
 
Frestur til að senda inn myndir í ljósmyndasamkeppnina "Djúpivogur 2008" rennur út á miðnætti á morgun (31. desember). Fjölmargir hafa nú sent inn myndir og ljóst að keppnin verður mjöghörð. Við hvetjum því alla sem eiga eftir að senda inn að gera það því það eru sannarlega síðustu forvöð. Reglur keppninnar má sjá hér að neðan:

 

Menningarmálanefnd Djúpavogshrepps efnir til ljósmyndasamkeppninnar "Djúpivogur 2008" sem stendur yfir árið 2008. Öllum er heimil þátttaka og hér er kjörið tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á ljósmyndun að senda inn myndir.


Reglur keppninnar eru eftirfarandi:
  • Þeir sem skila inn mynd eða myndum skulu taka þær í Djúpavogshreppi á árinu 2008 og senda á netfangið ljosmynd@djupivogur.is ásamt nafni, heimilisfangi og símanúmeri fyrir miðnætti 31.12.2008.
  • Hverjum keppanda er leyfilegt að senda inn þrjár myndir.
  • Aðeins er tekið við stafrænum myndum á jpeg sniði (.jpg).
  • Skráarstærð verður takmörkuð við 3 MB.
  • Keppendur skulu skíra myndir sem skilað er inn einhverju viðeigandi heiti.
  • Djúpavogshreppur áskilur sér rétt til að nota þær myndir sem skilað verður inn í eigin þágu (á heimasíðu sveitarfélagsins).

Bestu myndirnar verða sýndar á ljósmyndasýningu árið 2009 og höfundar þriggja bestu myndanna fá verðlaun.
 
 
 
 
 
 
                                               

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.10:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:Logn
Vindhraði:0 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.10:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.10:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is