Fréttir
18.04.2008 - Heimabyggðin mín
 

Í gær skiluðu nemendur 8. - 10. bekkjar af sér síðari hluta verkefnisins Heimabyggðin mín.  Eins og einhverjir muna þá tóku þeir þátt í einstaklingskeppni fyrir jól, þar sem Aron Daði bar sigur úr býtum.  Seinna verkefnið var hópverkefni og afréðu nemendur, ásamt kennara, að útbúa myndband þar sem þeir útlistuðu hugmyndir sínar varðandi það hvernig hægt væri að bæta við atvinnuhætti og / eða þjónustu í Djúpavogshreppi. 
Til að taka verkefnið út voru mættir fulltrúar úr samtökunum Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni, ásamt fulltrúa frá Sparisjóðnum, en þeir eru einn stærsti styrktaraðili verkefnisins.  Auk þess buðu nemendur 8. - 10. bekkjar sveitarstjóra og sveitarstjórn til að koma og horfa á myndbandið.  Þeir sem sáu sér fært að mæta voru Bj. Hafþór, Andrés, Albert og Tryggvi.
Að sýningu lokinni sátu nemendur fyrir svörum og sköpuðust nokkuð líflegar umræður.  Bj. Hafþór talaði m.a. um að alltaf vantaði fólk til starfa fyrir sveitarfélagið og óskaði sérstaklega eftir þátttöku stúlkna.  Hann talaði um að dálítið vantaði upp á að konur gæfu kost á sér til starfa á vegum sveitarfélagsins og t.d. væri nú engin kona aðalmaður í sveitarstjórn. Aðspurðar hefðu stúlkurnar sem komu fram á myndbandinu og settu fram hugmyndir tengdar verkefninu ekki talið meinbugi á því að gefa kost á sér síðar til að veita góðum málum brautargengi, þannig að bjart ætti að vera framundan að framfylgja áherslum sveitarfélagsins hvað varðar jafna aðkomu kynja að setu í sveitarstjórn og í nefndastarfi.  Að lokum bauð skólastjóri upp á veitingar og gerðu menn þeim góð skil.
Í morgun var myndbandið sýnt aftur, að þessu sinni fyrir starfsfólk skólans og nemendur.  Myndir frá því í gær og í morgun má finna hér.  HDH


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.06:00:00
Hiti:0,5 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.06:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.06:00:00
Hiti:1,7 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is