Fréttir
03.05.2008 - Annar í Hammond - Föstudagur
 
Það voru svo sannarlega engir aukvisar á ferð á Hótel Framtíð, þegar dagskrá föstudagsins 2. maí hófst. Halldór Bragason (Dóri Braga) er einn þeirra örfáu, er komið hafa fram á öllum hátíðunum þrem hingað til. Hann getur talist skírnarvottur hátíðarinnar og er ein helzta hjálparhella Hr. Hammond (Svavars Sigurðssonar) að laða til þátttöku ýmsa meistara á sviði blústónlistarinnar eins og flytjendalistinn undanfarin ár ber með sér. Hann bauð þetta árið upp á fjóra landsþekkta snillinga, hvern á sínu sviði; þ.e. Þóri Baldursson á Hammond, Ásgeir Óskarsson á trommur, Jón Rafnsson á bassa og Björn Thoroddsen á gítar. Auk þess var Dóri vissulega þarna sjálfur og er orðinn nokkurs konar vörumerki þeirrar tónlistar sem hann hafur einbeitt sér að og á rætur sínar meðal annars í Amríku en hann er snjall tregasöngvari og pottþéttur blúsgítarleikari.
Þegar Riotbandið hóf leik sinn skynjuðu viðstaddir strax að þarna voru heimsklassa tónlistarmenn á ferð. Krafturinn sem einkenndi leik þeirra í byrjun skilaði sér þó ekki alveg til enda, einkum vegna þess að treginn varð gleðinni og hressileikanum yfirsterkari í tilfellum. Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á flutning þeirra félaga sem var hafinn yfir alla gagnrýni. Þórir Baldursson fór að sjálfsögðu létt með að heilla Drottninguna enda einn reyndasti og færasti Hammondleikari Íslandssögunnar þar á ferð. Þess má til gamans geta að þegar Þórir mætti á Djúpavog á föstudeginum voru ekki liðnar nema 10 mínútur þegar hann var búinn að rífa Hammondgarminn allan í sundur til að stilla allt upp á nýtt. Jón Rafnsson mætti með forláta „Kontrafbassa“ og lék á hann af sinni alkunnu snilld, algerlega hnökralaus flutningur hjá honum. Halldór Bragason kann þetta allt saman frá A-Ö, þekkir hvert einasta blúslag út og inn og gerir þetta nánast „með annarri“. Mörg sóló, sem boðið var upp á, voru sannarlega á heimsmælikvarða og fingrafimi Björns Thoroddsen er slík að ekki er furða þó „Jazzlöggan“ í Kanada hafi verið nálægt því að handtaka hann fyrir of hraðan gítarleik á sínum tíma. Sóló kvöldsins var þó engu að síður „húðstrýking“ Ásgeirs Óskarssonar á trommusetti annars undirritaðs enda sýndi salurinn ótrúleg viðbrögð og þá fyrst fóru menn virkilega í gang. Ásgeir kom einnig mörgum á óvart með skemmtilegum söng í Procol Harum laginu A whiter shade of pale.

Það eitt að bjóða gestum Hammondhátíðar upp á jafn stór nöfn og þarna voru á ferð sýnir hve langt hún er komin í að vinna sér sess og viðurkenningu meðal fremstu tónlistarmanna þjóðarinnar á þessu sviði.
Myndir frá kvöldinu má sjá með því smella hér .
Texti: BHG / ÓB
Myndir: BHG

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.13:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:14 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.13:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.13:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:V
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is