Fréttir
02.06.2008 - Hrossabjörgunin mikla
 
Í gær (sunnudag) var farinn björgunarleiðangur frá Búlandshöfn út í Þvottáreyjar á björgunarsveitarbátnum. Ætlunin var bjarga tveimur hrossum sem höfðu fælst út í eyjarnar frá Hrómundarey. Í þessum leiðangri voru bræðurnir Rúnar Gunnarsson (eigandi hestanna) Snjólfur Gunnarsson og Stefán Gunnarsson. Þá voru einnig Stefán Þór Kjartansson, Jón Ingvar Hilmarsson og Gauti Jóhannesson. Hestar þessir höfðu fælst undan motorkrosshjólum af túnum við Hnauka í Álftafirði og hafa heldur betur orðið hræddir því sundin sitt hvoru megin við Þvottáreyjarnar eru sko ekkert grín, því þau eru bæði straumþung og djúp. Björgunaraðgerðin tókst hinsvegar framar vonum, en ein árangurslaus tilraun hafði reyndar verið gerð áður að koma hestunum í land úr Þvottáreyjunum. Að þessu sinni var farið með hross hinum megin við álinn, þ.e. í Hrómundarey, til að egna hrossin úr Þvottáreyjunum til að synda yfir og eftir mikið hott og hó tókst það á endanum við mikinn fögnuð viðstaddra.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af Andrési Skúlasyni sem staddur var í Búlandshöfn og B. Hafþóri Guðmundssyni sem staddur var hinum megin, eða út í Hrómundarey. Þær má sjá með því að smella hér .
Texti: AS/ÓB
Myndir: AS/BHG

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:4,7 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:3,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:4,8 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is