Fréttir
04.06.2008 - Djúpavogsbúi hlýtur Menntaverðlaunin 2008
 
Í gær afhenti forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.
Skemmst er frá því að segja að í flokki ungra kennara, hlaut Halldór B. Ívarsson sérstök verðlaun, sem hljóta að teljast mikil viðurkenning,  sjá http://forseti.is/media/files/Ungur%20kennari.pdf.
Halldór Björgvin er að sjálfsögðu Djúpavogsbúum að góðu kunnur þar sem hann er fæddur og uppalinn hér á staðnum.

Undirrituðum er í fersku minni einstaklega þægilegt og gott samstarf við piltinn þegar hann gengdi starfi frjálsíþróttaþjálfara og vann ötullega að stjórnunarstöfum hjá UMF. Neista um nokkurra ára skeið.
Þá komu strax í ljós einstakir hæfileikar Halldórs Björgvins að vinna með ungu fólki, jafnframt var hann alltaf áfram um að ná árangri í þeim verkefnum sem tekist var á við á íþróttasviðinu, enda náði Umf. Neisti bestum árangri í sögu félagsins í frjálsum íþróttum þegar Halldór Björgvin var hjá félaginu og mun sá árangur seint verða toppaður.

Undirritaður vill hér fyrir hönd Djúpavogshrepps óska Halldóri Björgvin Ívarssyni ásamt foreldrum hans hér á Djúpavogi þ.e. Ívari Björgvinssyni og Emmu Ásgeirsdóttur innilega til hamingju með þennan stórglæsilega árangur.

Það er auðvitað engum vafa undirorpið að
Halldór Björgvin hlýtur að vera eftirsóttasti kennari landsins í dag.
Andrés Skúlason



Hér má sjá Halldór Björgvin Ívarsson nr. 2 frá vinstri.


Í gamla góða Neistagallanum og áhuginn leynir sér ekki.

Tekið af mbl.is :

Halldór B. Ívarsson lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og námi til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri árið 2003. Halldór hefur kennt við Varmárskóla í Mosfellsbæ frá árinu 1999.

Halldór kennir einkum samfélagsgreinar í efstu bekkjum skólans og sinnir einnig félagsstarfi nemenda. Halldór er hugkvæmur kennari. Hann nýtir upplýsingatæknina sérlega vel við kennslu sína og hefur útbúið af kunnáttu og vandvirkni námsvefi þar sem er að finna gagnvirkt efni sem eflir skilning nemenda á viðfangsefnum þeirra. Þessa vefi geta aðrir skólar nýtt sér. Það sýnir að Halldór er fús til að deila verkum sínum með öðrum og sýna þannig í verki sameiginlega ábyrgð kennara á að efla skólastarf í þágu nemenda.Halldór er metnaðarfullur kennari sem ber ómælda virðingu fyrir nemendum sínum og hvetur þá til dáða. Hann er í senn kröfuharður og sanngjarn og tekur tillit til mismunandi hæfni nemenda og áhugasviða.

Halldór nýtur virðingar og trausts samstarfsmanna, ekki síst fyrir hæfileikann til að setja sig í annarra spor og leita sameiginlegra lausna á viðfangsefnum.

Halldór er verðugur fulltrúi ungra kennara, með eljusemi leggur hann alúð við sérhvert verk með hag og velferð nemenda að leiðarljósi.


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.15:00:00
Hiti:0,9 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:12 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.15:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:16 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.15:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:V
Vindhraði:11 m/sek
Vindhviður:21 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is