Fréttir
18.06.2008 - Karnival á Austurlandi
 
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs sótti um styrk til Menningarráðs Austurlands í þetta verkefni annars vegar til að halda námskeið í undirbúningi og skipulagningu á stóru Karnivali og hinsvegar til að vera með eitt stórt karnival í tengslum við Setningarhátíð Ormsteitis 2008.

Námskeiðið sem Írski hópurinn heldur fer fram í Sláturhúsinu á Egilsstöðum dagana 7-15. ágúst 2008 en einnig heldur Circus Atlantis námskeið dagana fyrir Franska Daga á Fáskrúðsfirði þar sem farið verður yfir ýmsar hliðar götulista og undirbúnings fyrir götusýningar. Það námskeið verður nánar auglýst síðar.

Írsku listamennirnir hafa mikla reynslu af að virkja heilu borgirnar til að koma og taka þátt, og er stefnt að því að virkja Austfirðinga til að vinna með þeim og læra að búa til alvöru Karnival þ.e. stórar skreytingar og ljósashow hverskonar. Á einni viku fá 20 manns tæifæri til að vinna með færustu listamönnum Írlands á þessu sviði. Þau fá fyrirlestra um hvernig þau hafa byggt upp sitt fyrirtæki. Kynningu á hvernig stórar ljósaskreytingar eru saumaðar upp og hvaða tækni er notuð til að blása þær upp. Einnig fá þau kennslu í andlits og líkamsmálningu, búningasaum, undirbúningi og skipulagningu á göngunni sjálfri,þjálfun í að ganga í stórum búningum og á stultum. Írski hópurinn kemur með 120 búninga með sér ásamt stórum ljósaskreytingum o.fl.

Lokamarkmiðið er að virkja Austurland og gesti þess á öllum aldri til að byggja upp stóra flotta skrúðgöngu á setningarhátíð Ormsteitis á Vilhjálmsvelli 15.ágúst 2008.

Skrúðgangan fer svo í gegnum bæinn og niður að Lagarfljóti (Egilsstaðavík) þar sem að Orminum langa verða færðar fórnir.

Írarnir Mark Hill og Mandy Blinco (Inishowen Carnival Group Donegal Ireland) sem verða stjórnendur Karnivalsins komu hingað til lands í lok apríl til að undirbúa og skipuleggja vinnuna í ágúst. Heimasíða hópsins er www.inishowencarnival.com

Mark Hill er þekktur listamaður á Írlandi og Bretlandi. Hann er m.a.
listamaður menningarborgar Evrópu, Liverpool 2008.

Þeir listamenn sem koma ef full fjármögnun fæst eru :


Mark Hill (sculptor) Lead Artist Inishowen Carnival group og Mandy Blinco (costume and inflatable artist)Director Whirligig Noeline Kavanagh (performance director)ex. Director Wefare State International Lecturer in Classical Theatre Seamus Purcell (pyrotechnician) Director Black Powder Monkey Sherrie Scott (Costume and inflatable artist)Director Whirligig Cillian Rodgers Performer/ Carnival Artist Imelda Peppard Carnival Artist.

Leitað verður til menningarfulltrúa sveitarfélaga á Austurlandi um val á fulltrúa í 20 manna hópinn sem vinnur með Írunum vikuna 7.-15. ágúst.
Óskað verður eftir að sveitafélögin styrki sína fulltrúa á einhvern hátt t.d. til að dekka aksturskostnað. Að öðru leyti er námskeiðið ókeypis fyrir viðkomandi.

Verkefnisstjóri er Jónas Steinsson frá Fáskrúðsfirði en hann hefur í mörg ár stýrt fjöllistahópnum Cirkus Atlantis
http://circusatlantis.com af miklum krafti. Vonast er til að þessi innspýting verði til þess að leggja grunn að öflugum austfirskum karnivalhóp. Hugmyndin er svo að kalla hópinn saman næsta vetur og skoða hvaða möguleikar eru til frekari uppbyggingar á hópnum til framtíðar.

Menningarmiðstöðin og Ormsteiti er einnig í samstarfi við Fjölmenningarsetur á Austurlandi um aðkomu þeirra að Karnivalinu og er það mikilvæg tenging til að virkja nýbúa og nýta reynslu þeirra og kunnáttu af karnivölum frá þeirra heimahögum.

Þetta er stórt verkefni og það er von okkar að allra sem að því standa að það náist samstaða um að nýta tækifærið, kynna fjórðunginn og koma á laggirnar öflugum austfirskum karnivalhóp fyrir næsta sumar.
 
 
f.h. Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Karen Erla Erlingsóttir.
Jónas Steinsson Verkefnisstjóri.


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:4,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:5,0 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:5,5 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is