Fréttir
19.06.2008 - Hálsaskógur - Opinn skógur
 
Laugardaginn 21. júní verður skógurinn á Búlandsnesi við Djúpavog – Hálsaskógur - formlega tekinn inn í verkefnið "Opinn skógur". Af því tilefni verður boðað til hátíðardagskrár í skóginum.

Dagskrá:


Kl. 14:00 Kristján Þór Júlíusson alþingismaður lýkur upp hliði inn í skóginn og opnar hann formlega með stuttu ávarpi.
Kl. 14:15 Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps flytur stutt ávarp.
Kl. 14:25 Ávarp Magnúsar Gunnarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands.
Kl. 14:30 Leiðsögn um skóginn.
Kl. 15:00 Soffía mús á tímaflakki - Leikhópurinn Frú Norma sýnir frumsamið barnaleikrit.
Kl. 16:00 Formlegri dagskrá slitið.

Ölgerð Egils Skallagrímssonar býður upp á kalda drykki.

Allir velkomnir.


Markmiðið með verkefninu "Opinn skógur" er að opna fjölmörg skógræktarsvæði í eigu og umsjón skógræktarfélaga og gera þau aðgengileg almenningi. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi sé til fyrirmyndar og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu.

Átta svæði hafa verið opnuð með formlegum hætti. Svæðin eru: Daníelslundur í Borgarfirði (2002), Hrútey við Blönduósbæ (2003), Snæfoksstaðir í Grímsnesi, Tunguskógur við Ísafjarðarbæ, Eyjólfsstaðaskógur á Héraði, Sólbrekkur á Reykjanesi (2004), Hofsstaðaskógur á Snæfellsnesi (2005) og Tröð við Hellissand (2006). Fyrirhuguð er opnun á Akurgerði í Öxarfirði þann 5. júlí næst komandi.
---
Tekið af vef Skógræktarfélags Íslands, www.skog.is

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.02:00:00
Hiti:2,2 °C
Vindátt:S
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.02:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:Logn
Vindhraði:0 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.02:00:00
Hiti:2,3 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is