Fréttir
23.06.2008 - Hálsaskógur orðinn opinn skógur
 
Laugardaginn 21. júní síðast liðinn var Hálsaskógur við Búlandsnes á Djúpavogi, svæði Skógræktarfélags Djúpavogs, opnað formlega undir merkjum „Opins skógar“ skógræktarfélaganna með hátíðlegri athöfn.

Veðurguðirnir héldu þurru fyrir opnunina og á annað hundrað manns mættu og undu sér vel í skóginum. Dagskrá hófst með því að Kristján Þór Júlíusson alþingismaður klippti á borða við hlið inn í skóginn og opnaði hann þar með formlega, auk þess sem hann hélt stutt ávarp. Því næst tók til máls Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps. Flutti hann frumort ljóð í tilefni dagsins. Næstur á mælendaskrá var Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.

Að formlegum ávörpum loknum var svo opnuð myndlistarsýning leikskólabarna úr Djúpavogi, sem sett hafði verið upp í skóginum og setti hún skemmtilegan svip á atburðinn. Formlegri dagskrá lauk svo með leiksýningu leikhópsins Frú Norma, á leikritinu Soffía mús á tímaflakki, sem vakti mikla lukku meðal yngri kynslóðarinnar. Ölgerð Egils Skallagrímssonar bauð svo upp á kalda drykki í lokin.

Markmiðið með verkefninu „Opinn skógur“ er að opna fjölmörg skógræktarsvæði í eigu og umsjón skógræktarfélaga og gera þau aðgengileg almenningi. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi sé góð og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu. Í Hálsaskógi hefur verið grisjað, sett upp fræðsluskilti um skóginn, trjátegundir og valin örnefni á svæðinu og komið upp borðum og bekkjum. Aðgengi að skóginum er til fyrirmyndar, en Vegagerðin hefur séð um að útbúa bílastæði og laga veg að skóginum.
 
Myndir frá opnuninni má sjá hér.
 
Texti: Tekinn af www.skog.is
Myndir: ÓB / BHG

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.20:00:00
Hiti:-1,0 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.20:00:00
Hiti:-0,8 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.20:00:00
Hiti:-0,6 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is