Fréttir
24.06.2008 - Íslenzkur skógur
 

Hér er ljóðið Íslenzkur skógur, eftir Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóra, sem hann flutti við opnun Hálsaskógar sl. laugardag.

 

 

 

 

 

 

 

 

ÍSLENZKUR SKÓGUR

Björn Hafþór Guðmundsson
(Undir hughrifum frá lagi John Lennon; Norwegian Wood)



Hér fyrrum á tíð, fjöll voru öll, skóga með skart,
svo hurfu þeir brátt, heiðin varð ber, viður sást vart.
Þá komu stórhuga kappar, já konur og menn,
sem kunnu til verka, við sjáum það berlega enn.

Þú aldrei færð nóg af íslenzkum skóg, laufskrúðsins lit.
Þar finnur þú frið, fuglanna klið, gróðursins glit.
Enn eru stórhuga kappar, já konur og menn,
sem kunna til verka og sýna það berlega enn.

Því ættum við öll, ef að gefst stund, hress bæð‘ og hraust,
út arka í skóg, vetur og vor, þótt héli um haust.
Heiðrum nú stórhuga kappa, já konur og menn
og komum til starfa því verk bíða fjöldamörg enn.

Þú aldrei færð nóg af íslenzkum skóg, laufskrúðsins lit.
Þar finnur þú frið, fuglanna klið, gróðursins glit....


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:V
Vindhraði:13 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is