Fréttir
20.04.2007 - Merkur fundur í Faktorshúsinu
 

Faktorshúsið gamla er sem kunnugt er í endurbyggingu um þessar mundir. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær endurreisn þessa merka húss lýkur, en víst er að það á efalaust eftir að verða mikil bæjarprýði. Það er Austverk ehf sem að annast fyrsta áfanga verksins. Í morgun kom Egill Egilsson smiður að máli við undirritaðan og hafði meðferðis gamalt og gulnað umslag sem var greinilega komið nokkuð til ára sinna, en umslagið hafði fundist milli þilja í Faktorshúsinu. Utan á umslagið var ritað skýrum stöfum hr.Kasper, Jesper og Jónatan, frá Soffíu frænku og aftan á því var skrifað annó 12/3 1971. Þegar umslagið var opnað komu í ljós tveir peningar, tvær snjáðar myndir og kort með svohljóðandi texta. Innilegar hamingjuóskir til þeirra er finna þettað, undirritað Karl Elísson, Reynir Gunnarsson, Gunnlaugur Reimarsson yfirsmiður og Sigurður Gíslason, titlaður skrifari. Önnur myndin sem kom upp úr umslaginu var af bátnum Náttfara en hin af þremur einstaklingum sem að gaman væri að vita hvort einhver gæti borið kennsl á.

Hér er að sjálfsögðu um merkan fund að ræða og hefur byggðasafninu í Löngubúð nú þegar verið falinn varðveisla þessara merku minja. Sjá meðfylgjandi á myndum. AS

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:4,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:5,0 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:5,5 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is