Fréttir
09.07.2008 - Ólympíuleikar trúbadora í Löngubúð
 
Næstkomandi föstudag, þann 11. júlí, kl. 21:00 munu tveir trúbadorar troða upp í Löngubúð. Tónlistarmennirnir eru Svavar Knútur Kristinsson og Owls of the Swamp frá Ástralíu. Ferðalagið kallast "Ólympíuleikar trúbadora" og er hluti af svokölluðu alþjóðlegu samsæri þeirra sem er nú á ferð um Austurland.
 
Svavar Knútur hefur getið sér gott orð fyrir lagasmíð og söng, en hann var sigurvegari trúbadorakeppni Rásar 2 árið 2005 og er einnig forsöngvari hljómsveitarinnar Hrauns.
Hraun hefur gefið út tvær hljómplötur, I can't believe it's not happiness og Silent Treatment og komst í topp 5 í BBC World service's Next Big Thing keppni fyrir lagið sitt Ástarsaga úr fjöllunum.
Svavar Knútur hefur leikið á tónleikum, bæði einn og með hljómsveit sinni víða um land, og nú er komið að Djúpavogi.
 
Peter Ühlenbruch, eða Owls of the swamp eins og hann er betur þekktur í heimalandi sínu, er ástrali sem á ættir að rekja til Þýskalands. Hann gaf á síðasta ári út hljómplötuna Smoky Bay, sem fjallar um dvöl hans á Íslandi og upplifun hans af björtum sumar nóttum og styttingu dagsins með fylgjandi skammdegi. Þá má þar heyra lýsingu hans á Gullfossi og skelfilegri bílferð yfir Holtavörðuheiði í snjóbyl. Platan fékk mjög góðar viðtökur og góða dóma í tónlistartímaritum í Ástralíu en hann er mikill Íslandsvinur og finnst fátt skemmtilegra en að heimsækja landið.

 
Með því að smella á tenglana fyrir neðan má svo sjá myndbönd með hvorum fyrir sig.

Hið fyrra er lag Hrauns, Ástarsaga úr fjöllunum, en textinn er innblásinn af sögu Guðrúnar Helgadóttur.

http://youtube.com/watch?v=Cc28fzq9Sm4
 
Og hið síðara er lagið Heart of the Mountain með Owls of the swamp

http://youtube.com/watch?v=BOF4NwVjGmQ
 
 
 

Svavar Knútur Kristinsson
 

Peter Uhlenbruch - Owls of the Swamp









Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.12:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:19 m/sek
Vindhviður:25 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.12:00:00
Hiti:0,3 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:14 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.12:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is