Fréttir
18.07.2008 - Opnun fuglasafnins - myndir og viðtal
 

Í gær var fuglasafnið opnað í Sætúni (Bakka 3). Safnið var opnað klukkan ellefu og ekki leið á löngu þar til fyrsti gesturinn var búinn að stinga nefinu inn. Sú fékk nú ekki slæmar viðtökur því sveitarstjóri Djúpavogshrepps, ásamt ljósmyndara tók á móti henni. Sveitarstjóri sýndi gestinum m.a. margumtalaða Þistilrjúpu sem óhætt er að fullyrða að finnst hvergi nema á Fuglasafni Djúpavogs. Á meðan sveitarstjóri gat frætt gestinn um þessa merkilegu rjúpu, gat gesturinn, hjúkrunarfræðingur að mennt, frætt sveitarstjórann um íslenska þýðingu á latnesku heiti fuglsins, en við förum ekki nánar út í það. Áhugasamir verða einfaldlega að koma í fuglasafnið og sjá þennan merkilega fugl.

Í tilefni opnunar safnsins var Albert Jensson, formaður Ferða- og menningarmálanefndar Djúpavogs, í viðtali hjá Svæðisútvarpi Austurlands í gær. Viðtalið má heyra með því að smella hér.

ÓB


Bj. Hafþór, sveitarstjóri og Jón Friðrik, safnvörður ásamt fyrsta gesti fuglasafnsins


Hafþór sýnir gestinum hina margrómuðu Þistilrjúpu

Forláta Gráhegri


Hluti verka Jóns Friðriks, safnvarðar


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.14:00:00
Hiti:0,6 °C
Vindátt:N
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.14:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:N
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:15 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.14:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:V
Vindhraði:13 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is