Fréttir
22.08.2008 - Lokkandi tónar við Löngubúð
 

Fréttamaður Djupivogur.is sat við venjubundið tölvustúss eftir hádegi í gær, þegar úr fjarska heyrðust sannarlega lokkandi músíktónar. Eðlilega rauk hann út með myndavélina og varð strax ljóst að tónarnir bárust frá Löngubúð. Voru þeir af harmoninkkukyni, vestfirsku, og lokkuðu að sér gesti og gangandi. Þegar betur var að gáð (og hlustað) mátti einnig heyra seiðandi gítarslátt. Þekkti undirritaður gítarleikinn fljótt, enda enginn annar en sveitarstjórinn sem sá um hann en harmonikkuleiknum var erfiðara að koma fyrir sig. Var þar á ferðinni Árni nokkur Brynjólfsson og lék hann eins og engill á nikkuna og heillaði Guðnýju í Vegamótum gjörsamlega upp úr skónum. Þegar sást til Guðnýjar í dag var hún ennþá með bros allan hringinn. Árni þessi bjó um tíma hér á Djúpavogi.

Stóðu tónleikarnir yfir í um 20 mínútur og vöktu verðskuldaða athygli og hrifningu viðstaddra.

ÓB

 

 

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.18:00:00
Hiti:1,9 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.18:00:00
Hiti:2,0 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.18:00:00
Hiti:2,3 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 16.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is