Fréttir
28.08.2008 - Neistadagurinn
 

Ágætu lesendur.

Það stóð til að setja inn frétt og myndir frá Neistadeginum, sem haldinn var 17. ágúst sl., stuttu eftir að honum lauk, en því miður hrundi tölva ljósmyndarans og myndirnar með. Hann vonar þó að myndirnar fái hann aftur von bráðar. Við látum því textann einungis fylgja nú en myndirnar koma vonandi inn síðar.

ÓB

Neistadagurinn var haldinn að venju í lok æfingatímabilsins.  Mjög góð þáttaka var á mótinu að þessu sinni og var gaman að fá gesti frá Hornafirði og Fáskrúðsfirði til að keppa með okkur.  Vonandi verður áframhald á því.
Keppt var í ýmsum greinum, t.d. langstökki, 60 m, 400 m og 600 m, boltakasti og spjóti.  Aldurinn var afstæður þarna eins og oft vill verða hjá okkur á Djúpavogi og kepptu bæði börn og foreldrar við mikinn fögnuð áhorfenda.  Ein lítil stúlka sagði t.d.:  "Mamma mín er alveg rosalega góð í íþróttum." 
Engin Íslands- eða Ólympíumet voru slegin en allir keppendur gerðu sitt besta og einhverjir settu persónuleg met en það er jú víst mesti sigurinn að vera bara með.
Að keppni lokinni bauð stjórn Neista upp á grillaðar pylsur, safa, sódavatn (í boði Vífilfells), kaffi og kökur.  Voru veitingunum gerð góð skil.  Síðan voru afhentir verðlaunapeningar og viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í sumarstarfinu.
Umf. Neisti vill sérstaklega þakka Jóhanni Atla og Árnýju fyrir þjálfun og önnur störf í sumar og Neisti vill óska þeim báðum velfarnaðar í skólanum í vetur.  Vonandi njótum við krafta þeirra áfram næsta sumar.


HBH og HDH

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.23:00:00
Hiti:2,1 °C
Vindátt:S
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.23:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.23:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is