Fréttir
02.09.2008 - Nýr ferða- og menningarmálafulltrúi
 
Nú hefur formlega tekið til starfa nýr Ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps, Bryndís Reynisdóttir, sem er borinn og barnfæddur Djúpavogsbúi. Varð hún ung að aldri þekkt fyrir að vera að einum þriðja hluta þátttakandi í fyrstu þríburafæðingu á Djúpavogi og hefur spjarað sig vel æ síðan.

Bryndís hefur reyndar verið í hlutastarfi síðan í júní, en hún var á sama tíma að klára BS í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst.

Bryndís hefur unnið við ferðaþjónustu, m.a. á Djúpavogi, dvalið við nám á Spáni og numið tungur ýmissa þjóða.
Full eining var um ráðningu hennar, en hún var valin úr hópi vel hæfra einstaklinga. Var, auk góðrar menntunar hennar, litið til þess að hún þekkir vel til í greininni og á svæðinu, sem verða mun helzti starfsvettvangur hennar.

Sveitarstjórn og heimasíðan bjóða Bryndísi að sjálfsögðu velkomna til starfa um leið og forvera hennar, Kristjáni Ingimarssyni eru færðar þakkir fyrir störf hans á þessum sama vettvangi.

Texti: ÓB / BHG
Mynd: ÓB
 
 
Bryndís og Bj. Hafþór, sveitarstjóri


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.16:00:00
Hiti:1,4 °C
Vindátt:VNV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.16:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:SSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.16:00:00
Hiti:1,2 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is