Fréttir
03.09.2008 - Samfélagsstyrkir Alcoa-Fjarðaáls
 
Tvisvar á ári, 10. mars og 10. september eru metnar umsóknir sem berast í samfélagsstyrktarsjóð Alcoa - Fjarðaáls.

Framtíðarhagsmunir Alcoa Fjarðaáls og samfélagsins fara saman og fyrirtækið vill leggja sitt af mörkum til að styrkja samfélagið þar sem það starfar.  Það gerir fyrirtækið á margvíslegan hátt, meðal annars með fjárstyrkjum til verkefna sem uppfylla ákveðin skilyrði.  Um er að ræða tvenns konar styrki:
 
Smærri styrkir sem sótt er um beint til Alcoa Fjarðaáls.
Stærri styrkir, yfir 3 milljónir króna, sem sótt er um í Stuðningssjóð Alcoa í Bandaríkjunum.
 
Varðandi smærri styrkina njóta þau verkefni forgangs sem stuðla að uppbyggingu og sjálfbærri þróun  á Austurlandi.  Þeir málaflokkar sem við styrkjum eru:
 
Umhverfismál og náttúruvernd.
Öryggis- og heilbrigðismál.
Menntun og fræðsla
Menning, tómstundir og félagsstörf.
 
Stuðningurinn er einungis veittur frjálsum félagasamtökum en Alcoa Fjarðaál hefur einnig tekið þátt í samvinnuverkefnum með öðrum fyrirtækjum og opinberum stofnunum.  Ekki eru veittir styrkir til einstaklinga, stjórnmálasamtaka, trúfélaga eða til almenns reksturs félaga.  Þeir sem óska eftir stuðningi við ákveðin verkefni eru beðnir um að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi með tölvupósti á póstfangið styrkir@alcoa.com. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Alcoa-Fjarðaráls.
 
Styrkumsóknir eru metnar tvisvar sinnum á ári.
 
Umsóknir ásamt fylgiskjölum skal senda á ofangreint póstfang, eða með pósti, fyrir 10. mars og 10. september ár hvert.  Styrkir eru afhentir um miðjan apríl og miðjan október.   Þegar valið er úr styrkumsóknum er tekið tekið tillit til þess hvort verkefnið bæti líf fólks á Austurlandi, styrki byggð á svæðinu, sé nýjung hér á landi og hafi alþjóðlega skírskotun.

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.13:00:00
Hiti:0,2 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:14 m/sek
Vindhviður:20 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.13:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.13:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:V
Vindhraði:16 m/sek
Vindhviður:22 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is