Fréttir
05.09.2008 - Leikjatímar á laugardögum
 

Eins og síðastliðna tvo vetur býður ÍÞMD upp á leikjatíma á laugardögum, þar sem foreldrum eða öðrum ábyrgum forráðamönnum gefst kostur á að mæta með yngstu börnin í tíma.

ATH. Tímar þessir eru aðeins ætlaðir börnum upp að grunnskólaaldri.


Til upplýsingar fyrir nýja foreldra er markmiðið með þessum tímum að gefa foreldrum kost á því yfir veturinn að nýta íþróttasalinn í ÍÞMD til hreyfingar fyrir yngstu börnin. 
Að öðru leyti er mottóið bara að hafa gaman, hitta aðra foreldra og taka virkan þátt í leik með börnunum. 
Foreldrar / forráðamenn bera alfarið ábyrgð á börnunum, þar sem ekkert sérstakt eftirlit er með þessum tímum af hálfu starfsfólks ÍÞMD. Það eru jú foreldrarnir sjálfir sem eru með tímann svo það sé á hreinu.

Foreldrar /forráðamenn hafa fullan aðgang að viðeigandi áhöldum og tækjum úr áhaldageymslu til nota í íþróttasalnum meðan á tíma stendur. 
ÍÞMD gerir ekki aðrar kröfur en þær að notendur gangi frá eftir tíma og skili íþróttasalnum í því horfi sem tekið var við honum.  Auðvitað er svo mælst til þess að foreldrar hjálpist að við að ganga frá eftir tíma.

Fyrsti leikjatíminn er laugardaginn 6 sept. og verður sama tímasetning og áður þ.e. frá kl 11:00 - 12:00.
Eftir tíma er svo auðvitað tilvalið að hittast í sundlauginni og slaka á, eða halda bara áfram að leika sér.
ATH. Þessir leikjatímar eru í boði ÍÞMD eru foreldrum og börnum að kostnaðarlausu. 

 

Sjáumst hress og kát í leikjatímum á laugardögum.
Starfsfólk ÍÞMD

 

P.S.
Forstöðum. ÍÞMD hefur einnig verið beðin um að koma því hér á framfæri að foreldar með börn á leikskólaaldri (og yngri) ætla að mæta á miðvikudögum í sundlaugina í vetur frá kl 17:00 - 19:00, bara hittast og hafa gaman.

 

 




 


 

 



 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:18 m/sek
Vindhviður:24 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:-0,1 °C
Vindátt:N
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:0,0 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 29.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is