Verslun
 
Fljótlega eftir að landnám hófst á Íslandi munu norræn skip hafa komið af hafi til Berufjarðar til þess meðal annars að eiga viðskipti við fólk sem hafði tekið sér bólfestu um sunnanverða Austfirði.
 

Í fornum sögum er sagt frá verslunarstaðnum Gautavík við innanverðan Berufjörð. Þar versluðu Þjóðverjar á tímum Hansakaupmanna þar til þeir fluttu bækistöð sína suður yfir fjörðinn til Fúluvíkur upp úr 1500. Rústir í Gautavík eru friðaðar og hefur hluti þeirra verið kannaður með fornleifauppgreftri.

 

Verslunin í Fúluvík var í höndum kaupmanna frá Bremen og starfaði í um 80 ár. Brimarar kölluðu staðinn Ostfiordt in Ostfiordt-süssel. Höfnin þar er nú lokuð vegna sandburðar og ekki sést lengur til verslunarhúsa. Kaupmenn í Hamborg fengu verslunarleyfi á Djúpavogi þann 20. júní árið 1589, með leyfisbréfi gefnu út af Friðriki II Danakonungi, og til þess tíma er rakið upphaf búsetu þar.

 

Einokun komst á 1602 þegar Kristján IV konungur Dana veitti borgurum í Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri einkarétt til verslunar á Íslandi. Austurlandi var skipt niður í þrjú verslunarumdæmi. Kaupstaðir voru á Vopnafirði, í Reyðarfirði og á Djúpavogi, en þar var jafnframt eina verslunarhöfnin á öllu suðausturhorni landsins.

 

Einokun var aflétt 1787 og öllum dönskum þegnum varð heimilt að stunda verslun við Íslendinga. Seinna var verslun gefin frjáls hverjum sem stunda vildi.

 

Verslunarfélagið Örum & Wulff sá um Djúpavogsverslun frá 1818 allt til 1920. Fyrirtækið hafði aðsetur í Danmörku og á þess vegum komu verslunarstjórar til Djúpavogs til að hafa umsjón með kaupskapnum.

 

Árið 1920 var Kaupfélag Berufjarðar stofnað og keypti það eignir dönsku kaupmannanna. Þeirra á meðal voru verslunarhúsin sem enn standa við höfnina. Rak kaupfélagið umfangsmikla starfsemi á svæðinu, allt til ársins 1986.

Kaupfélag Austur-Skaftellinga (KASK) tók við rekstrinum af Kaupfélagi Berufjarðar og annaðist hann til ársins 2001, þar  til Kaupás tók við. Árið 2004 keypti Kaupfélag Héraðsbúa (KHB) reksturinn af Kaupás og rak verslun í samvinnu við Samkaup sem síðan keypti reksturinn árið 2009 og rekur nú matvöruverslun á staðnum.
 
 
Fýluvogur (Fúlivogur, Fúlavík)
Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.02:00:00
Hiti:2,2 °C
Vindátt:S
Vindhraði:8 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.02:00:00
Hiti:1,3 °C
Vindátt:Logn
Vindhraði:0 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.02:00:00
Hiti:2,3 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is