Álftafjörður

Álftafjörður er nokkurs konar sjávarlón en Starmýrarfjörur, sem eru ekki breiðari en svo að stórbrim ganga yfir þær, skilja á milli lóns og hafs. Fjörðurinn er allmikill um sig, en tiltölulega grunnur og þorna stór svæði hans um fjöru. Nokkrar eyjar eru í honum og er Brimilsnes þeirra stærst.

Fyrir sunnan fjörðinn rís Krossanesfjall, rúmlega 700 m hátt beint upp úr sjó en þar fyrir norðan er Mælifell og Sellönd. Þegar þessu sleppir taka við fjórir dalir sem ganga upp af Álftafirði, til vesturs. Þeirra syðstur er Starmýrardalur. Mynni dalsins er þröngt, en þegar innar kemur opnast hann lítillega en há fjöllm, Flötufjöll og Miðfell að sunnan og Selfjall að norðan, rísa hratt upp. Um dalinn liggur Selá og á hún upptök sín efst í Starmýrardal. Í dalsmynninu fellur áin um Sjónarhraun og þaðan í sveig til norðvesturst yfir Stekkjartún þar sem hún sameinast Starmýrará, sem á upptök sín í Hæðum. Þaðan fellur Selá í Krossavík við sunnanveðan Álftafjörð.

Norðan Selfjalls liggur Flugustaðadalur, um 14 km. langur. Líkt og Starmýrardalur er hann þröngur og undirlendi lítið. Til austurs um dalinn fellur Suðurá / Flugustaðaá, sem á upptök sín í Bláskriðum í botni dalsins, undir Tungutindum og Flugustaðatindum. Undir Tungutindum við Tungusporð sameinast áin Hofsá, sem kemur ofan úr Hofsvötnum austan Hofsjökuls og saman falla þær til austurs um Hofshólma í vestanverðan Álftafjörð.

Mynni Flugustaðadals er sunnanvert við árnar en mynni Hofsdals að norðanverðu, helst skipting þannig uns Tungutindar taka við og skilja dalina að, þannig að Flugustaðadalur teygir sig áfram í vestur en Hofsdalur sveigir sig til norðvesturs. Báðir dalirnir eru nokkuð vel grónir og er þar talsvert birkikjarr. Þegar upp dalina er komið blasa Jökulsgilsgrindur, Grísatungur og Hofsjökull (1280 m).

Við norðanverðan Hofsdal taka við snarbrattar fjallshlíðar og er Selfjall (950 m) hæst tinda og handan fjallgarðsins er Geithelladalur, um 18 km langur. Há fjöll eru bejja vegna dalsins allt vestur fyrir Þrándarjökul (1248 m) að sunnanverðu, en þegar í dalbotninn er komið rís land hratt og hásléttan norðaustur af Vatnajökli, svokölluð Hraun, blasa við. Dalurinn er grösugur og töluverður skógur er þar. Um dalinn rennur Geithellaá, sem er talsvert vatnsfall, sem hefur meginupptök sín í Þrándarjökli og hálendinu vestan hans. Fellur hún um Geithelladal í fossum og gljúfrum uns niður á láglendi er komið. Þaðan rennur hún um malareyrar og fellur í kvíslum í vestanverðan Álftafjörð.

 

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:22 m/sek
Vindhviður:28 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:NNA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:0,1 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:5 m/sek
Vindhviður:9 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 28.3.2024
smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is