Berufjörður

Berufjörður er 20 km langur og liggur á milli Hamarsfjarðar og Breiðdalsvíkur. Við Berufjörð sunnanverðan teygir Búlandsnes sig til hafs en upp af því rís eitt tignarlegasta og formfegursta fjall Íslands, Búlandstindur (1069 m). Búlandstindur er hæsta fjall sem rís beint úr sjó við Íslandsstrendur.

Að norðanverðu er fjallasýn prýdd hvössum og fögrum eggjum og gnípum og ríólítinnskot eru áberandi. Þeir þrír megindalir sem ganga upp af Berufirði eru, Búlandsdalur ystur sem opnast suðaustan við Búlandstind og fylgir fjallinu að sunnanverðu til vesturs. Innan við fjallið er Fossárdalur, grösugur og kjarri vaxinn að hluta og með miklum klettabeltum Fossárfells og Axlarfjalls til sitthvorrar áttar. Í dalnum er Fossá. Áin á upptök sín í Líkárvatni, skammt neðan við Brattháls og fellur hún í fjölmörgum fossum, þar til hún steypist niður í miklum fossi rétt ofan þjóðvegar og rennur til sjávar í Fossárvík í Berufirði.

Við botn Berufjarðar er dalverpi umlukið háum fjöllum, hvar Berufjarðará rennur til sjávar. Um er að ræða fremur vatnslitla á í botni Berufjarðar, sem á upptök sín í rótum Kistufells og fellur til sjávar í Botni Berufjarðar.

 

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:6,1 °C
Vindátt:A
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:3,5 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:2,5 °C
Vindátt:VNV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 16.9.2024
smþmffl
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is