Íxi 2014

ÖXI 2014 - ÞRÍÞRAUTARKEPPNI


Öxi 2014 er þríþrautarkeppni sem haldin verður laugardaginn 28. júní 2014.


Smellið hér
til að skoða upplýsingarit fyrir Öxi þríþrautarkeppni.


Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:


Laugardagur 28. júní 

Þríþraut: 

750 m sjósund        Synt af Staðareyri suður yfir Berufjörð.
13 km hjólreiðar      Inn Berufjarðardalinn og uppá Öxi.
19 km hlaup           Yfir í Fossárdal og að Eyjólfsstöðum  
18 km hjólreiðar      frá Eyjólfsstöðum á Djúpavog

Hægt er að keppa í einstaklingskeppni eða í liðakeppni þar sem tveir eða þrír aðilar keppa saman. Samanlagður tími keppenda í greinunum ræður úrslitum. Keppnisnúmer verða afhent við upphaf sundsins. Einnig er í boði að keppa í einstökum greinum. 

Einnig er hægt að taka þátt í stakri grein td að hlaupa af Öxi yfir í fossárdal og að Eyjólfsstöðum.

Keppendum er skylt að synda í blautbúningi og er búningsaðstaða til staðar að loknu sundi.

Skipta má um hjól fyrir seinni legg á reiðhjólahlutans eða þegar keppendur eru komnir á malbik. Keppnisstjórn mun sjá um flutning.

Boðið verður upp á drykki við lok sundsins, á Merkjahrygg, við bæinn Eyjólfsstaði og við lok keppni.  Keppendur fá síðan hressingu og frítt í sund eftir keppnina við íþróttahúsið á Djúpavogi.

Í ár ætlum við líka að bjóða uppá unglingaflokk. 

Vegalengdirnar í unglingaflokknum 

500m sund í sundlaug

ca 10km hjól

ca 5km hlaup

Kort af leiðinni kemur inn fljótlega.

Skráningargjald fyrir 17 ára og eldri kr. 5.000.- fyrir þríþraut en kr. 2.000.- fyrir staka grein

Fyrir unglingaflokk 14 - 16 ára (þau sem eru að ljúka 8.-10. bekk) er ekkert gjald

Skráning og frekari upplýsingar í netfanginu oxi2014@djupivogur.is


Kvöldganga á Búlandstind

Ferðafélag Djúpavogs stendur fyrir göngu á Búlandstind í fylgd leiðsögumanns. 
Gert er ráð fyrir að koma til baka fyrir miðnætti. 


Úrslit og myndir frá síðustu keppnum:

Öxi 2012
Öxi 2013

Smellið hér til að skoða upplýsingarit fyrir Öxi þríþrautarkeppni.


Fylgist með á Facebook-síðu Öxi 2014.

 

Ve­ri­ Ý dag
Ve­urst÷­in Papey kl.08:00:00
Hiti:8,6 ░C
Vindßtt:SSV
Vindhra­i:14 m/sek
Vindhvi­ur:19 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:9,7 ░C
Vindßtt:NA
Vindhra­i:3 m/sek
Vindhvi­ur:13 m/sek
 
 
Ve­urst÷­in Hamarsfj÷r­ur kl.08:00:00
Hiti:10,3 ░C
Vindßtt:NNV
Vindhra­i:2 m/sek
Vindhvi­ur:6 m/sek
 
 
Flˇ­ og Fjara: 21.10.2019
smmffl
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
             
Fj÷lmenningarsetur
Fiskmarka­ur Dj˙pavogs
═sland.is