Útland


Séð yfir Útlandið úr lofti


Útlandið skilgreinum við nokkuð frjálslega. Skilin við Suðurland eru við Skallanaust og Fýluvog. Skilin við Djúpavog eru við Bóndavörðu. Umhverfis Útlandið að sunnan og austan eru sandar og eyjar. Helstu eyjar eru Grunnasundsey, Úlfsey, Hvaley, Kálkur, Sandey og Hrísey.

Eyjarnar eru nú allar landfastar. Mikill sandur hefur borist upp í eyjasundin og fyllt þau. Sækir hann einnig á að eyða jarðvegi og gróðri úr eyjunum. Má segja að flestar eyjarnar séu orðnar hluti af Útlandinu, en fram yfir miðja síðustu öld voru djúp sund fyrir ofan margar þeirra og þar farið um á bátum. 

Stefán Jónsson lýsir þessum sandburði vel í bók sinni Að breyta fjalli, bls. 9-10, 1988:

Hér hefur landið risið með ólíkindum hratt síðustu áratugina og sandburðurinn vestan að, frá jökulsám Skaftafellssýslna, fyllt upp í sund og ála með undraskjótum hætti. Þar fellur nú aldrei sjór yfir, sem höfundur þessara skrifa fór um á stórum mótorbáti á unglingsárum sínum. Þá flæddi enn inn í Fýluvog upp með Skallanausti austur fyrir Hrísey að Selabryggjum sunnan vogarins á stórstraumsflóðum, og þar settum við faðir minn stundum séttuna til þess að stytta okkur heimleiðina úr Þvottáreyjum. Á þeirri sjóleið vex nú þróttmikill stör. Þá var enn fært stórum mótorbátum um sundið milli Kiðhólma og lands á háfjöru og beljandi straumur um sundið á báðum föllum. Héðan lá grunnleiðin ofan við skerið Ormsbæli og þaðan um Langhólmasundið ofan við Kríusker. Nú flæðir ekki einu sinni upp að Kiðhólmanum, Ormsbælið er ofan við flæðarmál, sömuleiðis Kríusker og foksandurinn löngu sorfið allan gróður af eyjunum.

Hér að neðan er örnefnakort af Útlandinu. Best er að hlaða niður kortinu með því að hægri smella á þennan hlekk og skoða það síðan í myndaskoðara.

Í veftrénu til vinstri má síðan sjá þau kennileiti sem gerð eru skil á Útlandinu. Sá listi er að sjálfsögðu engan veginn tæmandi og eflaustu eigum við eftir að bæta einhverju við í framtíðinni.

 

 

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.09:00:00
Hiti:3,3 °C
Vindátt:VNV
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.09:00:00
Hiti:1,5 °C
Vindátt:NNV
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.09:00:00
Hiti:2,8 °C
Vindátt:V
Vindhraði:7 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 18.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is