Tjarnaklukka

Á Hálsum milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar lifir smádýrið tjarnaklukka sem finnst hvergi annarsstaðar hér á landi. Tjarnaklukkan og búsvæði hennar var friðað árið 2011 með veglegri athöfn.

 

 

Um tjarnaklukkuna

Í Múlaþingi 2011 (bls. 60-63) er grein eftir Erling Ólafsson skordýrafræðing sem er sérstaklega tileinkuð tjarnaklukkunni á Hálsum þar sem hann varpar frekara ljósi á þetta sérstaka smádýr.

Grein Erlings Ólafssonar í Múlaþingi.

 

Einnig er umfjöllun um tjarnaklukkuna á pödduvef Náttúrufræðistofnunar.
http://www.ni.is/poddur/nattura/poddur/nr/13414

 

 

Um friðlýsinguna

10. febrúar 2011 var mikill viðburður hér á Djúpavogi þegar umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, og fulltrúar frá Umhverfis- og Náttúrufræðistofnunar, alls 9 manns, komu hér til að vera við athöfn í tilefni staðfestingu friðlýsingar búsvæðis tjarnaklukkunnar uppi á Hálsum. Dagkrá var fullskipuð frá kl 13:00 - 16:30 og sátu fulltrúar sveitarstjórnar svo og fulltrúar annarra landeigenda viðburð þennan þ.e. landeigendur að Strýtu við Hamarsfjörð. Formlega hófst dagskrá í Löngubúð með undirritun ráðherra og sveitarstjóra Gauta Jóhannessonar. Svo var ritað undir samning milli sveitarfélagsins og umhverfisstofnunnar varðandi umsjá hins friðlýsta svæðis.  Ávörp voru flutt af ráðherra og fulltrúum stofnanna. Einnig voru tvær framsögur í máli og myndum frá Erling Ólafssyni skordýrafræðingi sem fagnaði þessari friðlýsingu mjög og sagði að sveitarfélagið Djúpavogshreppur hefði stigið fyrsta skref sveitarfélaga í landinu í að friðlýsa smádýralíf og þakkaði sveitarfélaginu og landeigendum góðar viðtökur við þessari friðlýsingartillögu sem hann sagði afar mikilvæga. Að sama skapi sagði ráðherra að hér væri einnig stigið mikilvægt skref í að verja og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni.

Að lokum var oddviti og form. skipulags- bygginga og umverfisn. Andrés Skúlason með kynningu á stefnu sveitarfélagins í aðalskipulagi er varðar tillögur um vernd og friðun einstakra svæða í Djúpavogshreppi.  Var það mál manna að beggja hálfu að viðburður þessi hefði tekist afar vel og kvöddu hinir góðu gestir því hæstánægðir eftir góða kynningu af hálfu heimamanna á sveitarfélaginu og ekki skemmdi fyrir að blíðskaparveður var á svæðinu meðan á heimsókninni stóð.

Vert er sömuleiðis að geta þess að ráðherra sem og fulltrúar umhverfis- og náttúrufræðistofnunnar sáu sérstaka ástæðu til þess við lok dagskrár að hrósa þeirri vinnu sem lögð hefur verið  í gerð aðalskipulags Djúpavogshrepps 2008 - 2020 og töldu að fá eða engin dæmi væri fyrir jafn metnaðarfullri vinnu við gerð skipulags af hálfu eins sveitarfélags.

Sjá myndir hér meðfylgjandi af tjarnaklukkunni, svæðinu og viðburðinum. 

 

Tjarnaklukka

Sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir

Sveitarstjórn - landeigendur - Umhverfisráðherra - fulltrúar Umhverfis- og Náttúrufræðistofnunnar
á góðri stund við listaverkið í Gleðivík sem vakti mikla athygli og lukku meðal gesta okkar.  

Erling Ólafsson skordýrafræðingur og starfsmaður Náttúrufræðistofnunar kynnir tjarnaklukkuna til sögunnar og fjallar um lifnaðarhætti hennar. 

Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.22:00:00
Hiti:1,0 °C
Vindátt:S
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.22:00:00
Hiti:1,1 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.22:00:00
Hiti:0,7 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.4.2024
smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
             
Fjölmenningarsetur
Fiskmarkaður Djúpavogs
Ísland.is