Forsíđa
25.08.2011 - Frá Ferđafélagi Djúpavogs
 

Ferðafélag Djúpavogs auglýsir ferð á Seyðisfjörð 27. - 28. ágúst.

27. ágúst

Heimsókn í Skálanes kl. 13:00

Mæting inni í bæ á eigin bílum (ath það þarf jeppa til að komast út eftir, sameinast í jeppa), þar sem að leiðsögumaður frá Skálanesi tekur á móti hópnum. Farið verður í stutta ferð um bæinn með 1-2 stoppum og svo sem leið liggur út eftir sunnanverðum firðinum.  Skoðað verður umhverfi og mannvist og uppgraftrarsvæðið við þórarinsstaði skoðað.

At.h að á leiðinni þarf að keyra yfir 3 vöð.  Þegar út á Skálanes er komið er farið í gönguferð um svæðið og starfsemi staðarins kynnt.  Léttar veitingar verða í boði og tími fyrir hvern og einn að njóta staðar og stundar.
1500 á mann í veitingar ( súpa + heimabakað brauð + kaffi og te) einnig þarf að borga leiðsögn sem er 11.000,- fyrir allan hópinn.                                   

Margir gistimöguleikar á Seyðisfirði (tjaldstæði-Hótel)

28. ágúst

Bjólfur. Ekið að skíðaskálanum og gengið þaðan.
Bjólfur er 1086metra hár (miklu léttari ganga en á Búlandstind)
Upplýsingar: Óli Már 866-7576

Vinsamlega skráið ykkur, þetta er ferð fyrir alla