ForsÝ­a
08.11.2011 - Austfirsk menning Ý ljˇsmyndum - ATH breytt sta­setning!
 

Miðvikudaginn 9. nóvember kl. 20:00 verður í Löngubúð sýning á myndum úr Ljósmyndasafni Austurlands þar sem gefur að líta Djúpavogsbúa, nærsveitunga og svipmyndir úr sveitarfélaginu frá ýmsum tímum. Arndís Þorvaldsdóttir hefur umsjón með sýningunni sem er í powerpoint-formi. Auk ljósmyndanna verður stutt kynning á starfsemi Héraðsskjalasafnsins og Ljósmyndasafns Austurlands. Einnig verða sýnd myndskeið úr safni Austfirska sjónvarpsfélagsins og útibús Stöðvar 2 á Austurlandi. 

HRG