Forsíđa
02.02.2012 - Ferđ á Snjótind í september 2011
 

Mér datt í hug að setja inn myndir úr ferð á Snjótind sem undirritaður fór ásamt Kristjáni Ingimarssyni í september síðastliðnum.

Algengast er að gengið sé á tindinn af Lónsheiði en við gengum frá Fauskaseli, upp í svokallaða Hestabotna. Þegar ofan úr þeim var komið tók við smá príl upp á tindinn sjálfann. Nokkuð skemmtileg leið og ekki mjög erfið, líklega hefur gangan tekið rúma 4 tíma fram og til baka. Reyndar fórum við ekki alveg sömu leið til baka, heldur fórum við niður af tindinum norðan megin. Gengum svo niður eftir Hlíðarfjalli, norðan við Grenistind (Grenjatind) og nokkurn vegin beint af augum niður í Fauskasel.

Útsýnið ofan af tindinum er hreint út sagt magnað, allt frá Vestrahorni austur að Streitishvarfi og svo inn á hálendið þar sem Þrándarjökull lúrir yfir Djúpavogshreppi.

Myndir úr ferðinni má sjá með því að smella hér.

ÓB