Langabúð

Langabúð

Langabúð er til húsa að Búð 1
Rekstraraðili: Kálkur ehf.
Sími: 478-8220
Netfang: langabud@djupivogur.is
Heimasíða: www.rikardssafn.is

Langabúð og verslunarstjórahúsið eru elstu hús Djúpavogs. Þau eru reist á grunnum eldri húsa og þar sem þau standa hefur verslunarstaðurinn verið frá árinu 1589, þegar þýskir kaupmenn hófu verslunarrekstur á Djúpavogi. Langabúð er orðin ómissandi þáttur í menningarlífi Djúpavogs. Í Löngubúð er sýning um líf og starf Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera, minngarstofa um Eystein Jónsson, stjórnmálamann frá Djúpavogi og konu hans, Sólveigu Eyjólfsdóttur. Á Löngubúðarloftinu hefur nú verið komið fyrir minjasafni. Auk þess er kaffihús í suðurenda hússins með heimabökuðum kökum.