
Papeyjarferðir
Boðið er upp á daglegar ferðir frá Djúpavogi út í Papey með m/b Gísla í Papey yfir sumartímann. Farið er frá smábátahöfninni kl 13:00 og komið til baka kl 17:00. Siglt er fram með fuglabjörgunum út í Papey, fuglinn skoðaður og selir á skerjum þar í kring. Gönguferð er um eyjuna í fylgd leiðsögumanns og komið við í kirkjunni sem er minnsta og elsta timburkirkja á Íslandi. Einnig er boðið upp á morgun- og kvöldferðir eftir pöntunum.
Verðskrá sumarsins 2017 Öll verð innihalda 11% VSK
Verðflokkur 1
ISK 12.000 fullorðnir (12 ára +) ISK 6.000 börn 5-11 ára Frítt gjald 0-4 ára
Verð miðast við daglega ferð sem boðið er upp á kl: 13:00 yfir sumarið og felur í sér fugla- og selaskoðun með tveggja tíma viðdvöl í Papey. Ferðin tekur fjóra tíma og komast hámark 22 farþegar í ferð.
Verðflokkur 2
ISK 11.000 fullorðnir (12 ára +) ISK 5.500 börn 5-11 ára Frítt gjald 0-4 ára
Verð miðast við tveggja tíma siglingu til Papeyjar og felur í sér sela- og fuglaskoðun. Ferðina verður að panta með fyrirvara, lágmark 10. farþegar, hámark 22 farþegar.
Verðflokkur 3
ISK 10.000 fullorðnir (12 ára +) ISK 5.000 börn 5-11 ára Frítt gjald 0-4 ára
Verð miðast við klukkustundar siglingu sem felur í sér selaskoðun. Ferðina verður að panta með fyrirvara, lágmark 10. farþegar, hámark 22 farþegar.
Upplýsingar og pantanir í símum
478 8119 / 862 4399 / 659 1469
papey@djupivogur.is
Velkomin út í Papey!


Auðugt fuglalíf einkennir eyjuna
 Í eyjunni sjálfri býr einkennilegur kraftur
Selavogur í Papey þar sem ferjan leggur að bryggju
Kirkjan, gamli bærinn og sumarhús
 Selir lúra á Skorbeini
|