Hammondhátíð Djúpavogs

Í litlu þorpi á Austurlandi var mikið um dýrðir á Hammondhátíð sem var haldinn var í fyrsta skipti á Djúpavogi þann 20.-23. apríl 2006. Upphafsmaður hennar er Svavar Sigurðsson tónlistarkennari en hátíðinni er tileinkuð Hammond orgelinu.

Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan þá og er nú orðinn fastur liður á fyrsta degi sumars en sumardagurinn fyrsti markar upphaf Hammondhátíðar á hverju ári.

Smellið hér til þess að sjá ítarlegar umfjallanir og myndir frá Hammondhátíðum árin 2006-2009. Samantektina unnu Bj.Hafþór Guðmundsson sveitarstjóri og Ólafur Björnsson vefstjóri Djúpavogshrepps.

Hátíðin hefur farið vaxandi með hverju árinu en nú í ár fagnar hátíðin 5 ára afmæli. Árið 2010 verður hátíðin haldin dagana 22. - 24. apríl og von er á glæsilegum listamönnum til Djúpavogs en þar má helst nefna hljómsveitina Hjálmar. Nánar verður auglýst síðar um fleiri flytjendur á Hammond hátíð 2010.

Vefsíða Hammondahátíðar